30.8.04

Ég er að drepast í puttanum. Andri félagi minn missti sig aðeins á dansgólfinu á 22 á föstudaginn með þeim afleiðingum að hann svoleiðis nelgdi auganu á sér í puttann á mér þannig að það stór sá á honum. ég fattaði ekki hversu alvarlegt þetta var fyrr en daginn eftir. Ég hugsa að ég jafni mig þó á endanum. Andri fór svo á slysó á laugardagsmorguninn og náði sér í lepp fyrir augað. Hann heldur bæði sjón og auganu, sem betur fer. Veit ekki með puttann á mér.

Á föstudag kíktu við nokkrir snillingar á Hringbrautina þar sem við skemmtum okkur konunglega við að taka "hristumyndir" og "purrrrmyndir" ásamt því að stofna afar efnilega hljómsveit með píanói, gítörum, digeridoo, djembetrommum, eggi og glerflöskum. Það var gaman, búast má við að bandið taki þátt í jóladiskaflóðinu (er ekki talað um þannig eins og með bækurnar? kannski ekki) eníveis...

á laugardaginn varð ég þeirri gæfu aðnjótandi að vera einn tólfti af stúlkupartýi í Vesturbænum. Ja ég var náttla meira einn á móti ellefu frekar en einn tólfti... jæja skiptir ekki máli, þetta var hin fínasta teiti en hugsa að það sé nú skemmtilegra að hafa okkur strákana með yfirleitt.

Toppur helgarinnar var þó í gærkvöldi í Bæjarbíói. Eftir að þrír af þremur áætluðum samferðarmönnum mínum á tónleika með MÚM og Slowblow beiluðu á mér, bjallaði ég í Hildi Sve sem reif sig uppúr rekkju og kíkti með mér á tónlkeikana. Þetta var þvílík snilld! bæði böndin léku við hvern sinn fingur og eftir þrjá og hálfan tíma af eðaltónleikum var ekkert hægt að gera en að kaupa sér disk. Keypti mér nýja Sloblow og er afar sáttur við það.
_ _ _ _ _ _ _ _

Hvað er svo að gerast með Norðmenn? Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar að þeir séu bara hallærislegir sveitalubbar með sítt að aftan og kjaftinn fullan af tóbaki, hlusta bara á swing og telja ostaskerann merkustu uppfinningu aldarinnar. En svo eru endalaust af góðri músík að koma frá Noregi undanfarin Misseri. Ég er búinn að festast í nokkrum böndum og get ég mælt með þeim öllum!

Sondre Lerche er snillingur frá Tromsö og á tvo diska útgefna og hann er rétt að skríða í 24 ára. Hann er svolítið bland af Beck og Cardigans og báðir diskarnir hans eru snilld, Faces Down og Two Way Monologue

Royksöpp eru líka norskir og flestir kannast við þá. Melody A.M. er snilld og gaman að setja hann í spilarann við og við.

Kaizers orchestra eru fyndnir og góðir. Syngja á norsku og tónlistin er í áttina að svona gyðingatónlist og No Smoking Orchestra. mjög skemmtilegt allt saman.

Kings of Convenience er svo enn eitt dæmið um skemmtilega Nojara. Tveir gaurar frá Bergen. Ég er nýdottinn í þetta og líkar gríðarvel! þeir hafa unnið soldið með Royksöpp en nýjasti diskurinn þeirra er bril. Minnir á köflum svakalega mikið á Simon & Garfunkel en fer svo líka bara í nettan dansfíling með lögum eins og "I'd rather dance with you than talk with you" sem er snilld, myndbandið er líka frábært.

Odd Nordstuka er svo gaur sem er að gera allt vitlaust í Noregi og ég hugsa að hann fari ekki mikið út fyfir landsteinana. Hann er svona þjóðlagageiranum og syngur allt á einhverri skrítinni norskri mállýsku sem ómögulegt er að skilja. Hann á þó nokkur mjög skemmtileg lög.

Jaga Jazzist er 10 manna band sem spilar jassskotið drum and base eiginlega, skemmtilegir en ekki fyrir alla.

Spáið íðí, Nojararnir eiga bara miklu meira heldur en Aha og Aqua!

24.8.04

Ahhh þar kom skýringin á þessari mysteríu:


20.8.04

Fyndið af því þetta er satt :) gloss er til að horfa á, ekki snerta á.


Nokkrar myndir frá Barcelona












18.8.04

Jæja þá.

Lítið um blogg þó að mikið hafi verið í gangi undanfarnar vikur, man ekki eftir að hafa átt svo viðburðaríka tíma í langan tíma svo að þó að enginn nenni að lesa það þá ætla eg að reyna að skrifa nokkrar línur þó ekki nema fyrir moi.

Er mættur í skólann aftur og Kennó er með svona þráðlaust internet sem snilld er að nota til að drepa tímann í Afbrotafræði. Eftir góðar stundir með hinum ýmsu snillingum í Köben fórum við Anna eldsnemma á sunnudagsmorgun til Barcelona á "World Youth Festival". Þegar við komum þangað tók dauðinn sjálfur á móti okkur í formi 37 stiga hita, 80% raka og leiðbeiningum um að labba fleiri kílómetra þvers og kruss um ströndina með allan farangurinn! Sjæse það var erfitt. Eftir að við náðum að skrá okkur inn á svæðið fundum við vistarverurnar sem var tjald númer 145 á Gula svæðinu á ströndinni. Já ég sagði tjald! Þessir 10.000 einstaklingar sem voru þarna gistu sem sagt í svona M*A*S*H búðum. rúmlega 300stk 30 manna tjöld með svona þriggja hæða kojum. Og það ER eins slæmt að gista í tjaldi í þessu loftslagi eins og það hljómar.

Fyrsta kvöldið var afar skemmtilegt, eftir smá sundprett og kælingu í sjónum lentum við í svaka partýi með fólki frá Guinea Bissao þar sem trumbur voru barðar og dansinn og söngurinn var örugglega ætlaður til að fá smá golu á mannskapinn. Ég fékk að spila með liðinu þar sem ég er náttúrulega einstaklega taktfastur og fær á Djembe trommurnar, þeim fannst voða gaman að hvíti sláninn norðan frá rassgati gæti haldið í við afríska taktinn. Eftir gott 2-3000 manna strandpartý var svo reynt að sofa í 3 tíma en það var eiginlega bara hægt að sofa á milli 4 og 7 á morgnana vegna hitans.

Þetta festival var mjög stórt og mikið hægt að gera. Námskeið, fyrirlestrar, danssýningar, tónleikar, listviðburðir og hað sem er var í boði fyrir alla þátttakendur. Ég var nú rólegur í því, fór á nokkra tónleika, sirkussýningar og skoðaði það sem ég gekk fram á. Svo var ég með námskeið sjálfur ásamt góðum hópi. fjórar tveggja tíma vinnusmiðjur á einni viku, góður vinnutímu það ;o)

Á hverju kvöldi var strandpartý. Portúgalarnir voru hressir og alltaf með live tónlist, trumbur og slíkt. Mexíkóarnir voru með sitt partý með gítörum og trompeti. Undirritaður náði nú líka að halda uppi stemmningu í góðum hóp með El guitarra nokkur kvöld.

Eftir að vakna á hverjum morgni kílói léttari vegna útvötnunar í gegnum svitaholurnar í fjórar nætur fengum við nóg(VIÐ þýðir hópurinn sem var þarna saman: Ég, Gísli, Anna, Peter, Alice og Alkistis) og fengum okkur lúxus íbúð við höfnina í miðborg Barcelona. Þvílíkur munur! við nýttum loftræsinguna í botn og eyddum eins miklum tíma og við gátum í íbúðinni. Við elduðum góðan mat og höfðum það gott fram eftir nóttu.

Svo á sunnudagskvöldið rann sumarið í hlað, allt búið bara. Vinna á mánudaginn og skóli í dag. Sumarið líður allt of fljótt. í reynslubankann færist sam stór summa af fjölbreyttri reynslu. Ég meðal annars:

Spilaði Black Jack í Casino í Helsinki og tapaði feitt
Upplifði sigurvímu Grikkja í Brussel en hélt með Tékkum
Fór í grillveislu í kastala í Frakklandi með Ingigerði
Hélt uppi partýi með 4 strengjum í Lúxembourg fram til 7 um morguninn
Djammaði með Darkness í Skotlandi ásamt fleirum snillingum
Málaði hús í Noregi og sigldi um skipaskurði Telemark
Lenti í mini gaypride í Soho í London
Gleypti geitung í Kaupmannahöfn og frussaði honum í töskuna hennar Önnu
Svaf í nýja hengirúminu mínu á ströndinni í Barcelona

Djöfull var þetta gaman, ég vona samt að ég geti bætt upp samveru með vinum mínum í haust og vetur, það var það eina sem vantaði.

Jæja tíminn að verða búinn og mig vantar kaffi!

PS Ísland var að vinna fyrsta leikinn á ÓL svo að þetta er ekki alveg glatað! Allir á völlinn í kvöld að sjá Eið baka Buffon.

Adios


5.8.04

va hvad eg nenni ekki ad skrifa mikid a thetta vangefna lyklabord!

Fullt ad segja en thad verdur ad bida.

Farinn til Køben...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?