24.7.04

Hej hej, hvårdan gåd det alle sammen?

Eg er staddur a netkaffi i Oslo a leidinni "heim" til Notodden, missti af rutunni en thad er i godu lagi, næ ad skoda post og svona. Thessi afsløppunarferd min til mommu gømlu i sveitina er allt ødruvisi heldur en eg helt, hun er buin ad plana alla vikuna i malningarvinnu og husthvotti! thusfti ad flyja til Oslo i gær til thess eins ad keyra mig ekki ut i pulinu! Eg for og hitti kunningja mina her i Oslo og for med theim e-d ut a lifid, fretti svo af tvibbunum Heru og Ørnu i bænum og hitti thær og tok lett Islingadjamm.
I gær for eg svo a Kilroy og keypti mer London mida og Køben, fer til London a fim - sun og svo til Køben a midvikudaginn eftir thad.

Annars er eg frekar svekktur ad hafa misst af Sondre Lerche tonleikum i Tromsø i gær og svo missi eg LIKA af Kaizers Orcherstra næstu helgi, en madur er kannski buinn ad sja nog af tonleikum i bili.

Ja og svo eitt enn, eg er buinn ad fa vinnuna sem framkvæmdastjori Samfes, verd i thvi næsta vetur :o)  Lifid heil og Ha´ de´ 

20.7.04

Vil ekki setja inn alla ferðasöguna frá T in the park af ótta við að vekja upp hjá ykkur sjúklega öfundsýki. Eina sem þarf að segja er að þetta var mikil og brakandi snilld. Djammfélagi okkar Nonna á T-inu er með ítarlegri sögu sem að hægt er að lesa hér.
 
Annars er ég að fara út í fyrramálið til múttu í Norge, það verður fínt að losna aðeins úr vinnu og liggja bara úti í garði, lesa Da Vinci, spila á gítar og hlusta á tónlist.. jú og náttla að spjalla við gömlu. Ég kem ekki heim aftur fyrr en þann 15.ágúst, eftir London, Köben og Barcelona.
 
Heima hjá mér as we speak er heilt krú af fólki að taka upp svona "ekki nauðga um Verslunarmannahelgina" auglýsingaherferð. Hildur Sve sem er að vinna fyrir V-dags samtökin var svo heilluð af þessu villta og óheflaða lúkki á grasinu í garðinum mínum að það var ákveðið yfir grillinu að hann yrði tökustaðurinn fyrir þessa miklu herferð, held meira að segja að það verði tvær naktar fyrirsætur að velta sér í garðinum á eftir, spennandi það.
 
Serðum í Vambandi

7.7.04

Jæja þá er maður bara kominn í fríið! Ég þarf ekkert að segja um EM, þetta var kreisí mót og ég sakna þess að glápa á boltann. Hvað á maður að gera korter í sjö á hverjum degi núna?!? Ég vann allavega vænan pott í Hinu húsinu fyrir að skjóta á Portúgal í annað sætið ;)

Var í Lúxembourg um helgina hjá Ingigerði sem var mjög gaman, frábær borg og félagsskapurinn enn betri. Við skemmtum okkur vel og mikið og fórum meðal annars til Frakklands í grillveislu í einhverjum kastala, magnað :) svo fannst gítar og ég hélt uppi gítarpartýi fyrir um 15 íslendinga á öllum aldri með fjórum sjö ára gömlum strengjum!

Ég er að fara á Placebo í kvöld og svo verðum við Nonni mættir á BSÍ klukkan 04:30 til að fara á T in the Park, það er gríðarleg tilhlökkun í gangi! BBC á Bretlandi ætla meira að segja að taka viðtal við okkur þegar við mætum út :) e-r heimildarmynd í gangi og það vantaði útlendinga sem eru að fara á hátíðina. Geri fastlega ráð fyrir því að við Nonni verðum frægari en okkur órar fyrir þannig að ef að ég svara ekki í símann þegar ég kem heim er það útaf því að ég er kominn með leyninúmer sem ég gef bara til þeirra sem ég nenni að tala við, ég verð svo bissý sko.

Kem með söguna af T in the Park eftir helgi, skemmtið ykkur vel á klakanum, yfir og út.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?