8.6.04

Næstu vikur mun lífið snúast um þetta og því fylgir mikil tilhlökkun. Þrátt fyrir kreisí törn í vinnunni verða gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að geta fylgst með, að sjálfsögðu.


Hver vina minna og kunningja er getspakastur? Við getum á einfaldan hátt prófað það. Ég hef ekki verið þekktur fyrir að veðja á rétta hesta og sannaðist það enn eina ferðina í Helsinki um síðustu helgi þegar ég og Gísli settumst við Blackjack borðið og ég setti met í hversu fljótt ég tapaði þeim litlu peningum sem ég lagði undir. En ég reyni nú samt að giska á helvítið!

Mín ágiskun er svona:

1. Frakkland
2. Portúgal
3. Þýskaland
4. Holland


Toppið þetta!

fyrir rétt land í rétt sæti fást fimm stig en fyrir rétt land í topp 4 en í röngu sæti fást þrjú stig. Sigurvegarinn fær sent viðurkenningarskjal og eggjabikar.

2.6.04

Olen Suomessa maanantaihin asti

Ég verð í Þúsundvatnalandinu fram á mánudag í góðum fílíng. Búinn að redda því að geta horft á England-Ísland sem er afar vel, aldrei þessu vant verðum við allmargir Íslendingar þarna, eða um sjö stykki svo að ég býst við hörku stemmara yfir leiknum.

Ég átti mjög góða helgi í sumarbústað eins og maður á að gera um Hvítasunnuhelgina. Varð meðal annars vitni af mögnuðu mómenti sem ekki er tímabært að segja frá akkúrat núna. Spennó?

Helvítis Excel skjalið er alltaf að breytast, ótrúlegt tillitsleysi í þessum útlendingum að geta ekki skipulagt fundina eftir mínum óskum! Samkvæmt nýjustu tölum ætti ég þó að geta farið í heimsókn til Ingigerðar í Lúxembourg á leið minni frá Frans til Brussel, það væri gaman. Og vel á minnst, ég á 10 ára útskriftarafmæli í ár og það bólar ekkert á re-unioni!! Hvað er að gerast, þarf maður virkilega að fara í þetta sjálfur? Það væri gaman að hitta liðið aftur og sjá hverjir eru hvar og allt það, forvitnin alveg að drepa mann :)

Jæja, ég er off til Finnlands, Kippis!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?