28.5.04

Skólinn búinn og sumarið eð verða búið! Ég er í tómu rugli með þetta sumar, get ekki gert helminginn af því sem ég vildi út af skemmtanatengdum og vinnutengdum utanlandsferðum. Komst að því (eftir að vera búinn að setja sumarið mitt inní EXCEL!! hversu mikið nörd getur maður verið!) að það er ENGIN helgi eftir af sumrinu (þangað til 16. ágúst) sem hægt er að plana útilegu eða sumarbústað eða eitthvað slíkt! Það eru sláandi niðurstöður og ég verð bara að bíða með svoleiðis tsjill þangað til næsta sumar.

Þetta verður n+u langt frá því að vera leiðinlegt þó svo að maður sjái kannski minna af vinunum heldur en ég vildi. Ég byrja núna í næstu viku að fara til Finnlands í fimm daga á fund en aldrei þessu vant í góðum hópi hressra íslínga. Svo er ég með námskeið á Varmalandi í heila viku í júní með 30 útlendingum sem verður án efa mjög gaman. Í byrjun júlí fer ég svo á fund í Brussel og starx eftir hann til Strasbourg í nokkra daga, reyni svo að koma mér heim í tíma til að ná vélinni eð Nonna til Skotlands þar sem hápunktur sumarsins verður á T-in the park! Eftir það verð ég heima í sirka viku og inní þeirri viku er ættarmót. Svo flýg ég aftur út og fer að heimsækja múttu í Noregi og dvel hjá henni í góðu yfirlæti í gestahúsinu í svona viku. Frá Noregi fer ég væntanlega til Ísrael og Palestínu að skoða og ræða við æakulýðssamtök um hvort ekki sé hægt að redda e-ð málunum þar fyrir austan, segi betur frá því seinna. Svo kem ég Aftur til Norge, eða Köben, er ekki búinn að ákveða það, og fer beint þaðan til Barcelona og verð í 10 daga með 10000 manns 18-30 ára allstaðar að úr heiminum á World Youth Festival (segi líka betur frá því seinna) Svo kem ég heim um og eftir miðjan ágúst og byrja bara að vinna og fer beint í skólann!

Þetta verður bara gaman þó svo að ég eigi örugglega eftir að vilja drepa fyrir eina helgi í litlum bústað eða tjaldi í tsjillinu! Ég er að fara í bútað með Frostaliðinu á morgun og jafnvel á sveitaball í Logalandi á sunnudaginn þar sem Páll Óskar er að spila.

Har en god weekend venner

19.5.04

Ekki búinn að blogga lengi og hverjum er ekki sama.

Búið að vera kreisí í nýrri vinnu og skólalokum. Þetta er smám saman að róast núna þó. Geðveikt teiti hjá Nonna í tilefni Evróvisíon líkt og áður (þegar maður hefur ekki misst af flugvélum) Búinn að fara fyrsta hring sumarsins í golfi sem var frábært þó svo að skorið hafi ekki verið uppá sitt besta (Átti þó drive ársins inn á grín á 267 metra par4 braut, sem var afar skemmtilegt) Nú eru að koma til mín útlendingar til að vera fram á sunnudag á stanslausum fundum. Efast þó ekki um að maður reyni að sýna þeim hvernig maður á að djamma fram á nótt og vakna svo eldhress í langan vinnudag daginn eftir.

Diskurinn með Keane var að detta inn í Skífuna í dag, ætla að smella mér á eintak, hljómar mjög vel það sem ég hef heyrt.


4.5.04

Jæja, nú er ég kominn í nýjan stól í nýja vinnu í öðru húsi. Ég bisaði sveittur við það í gær að flytja inn hér í Hitt Húsið. Nú þegar maður er búinn að koma sér nokkurnveginn fyrir er þetta bara fínt, aðeins einmanalegra heldur en líflega skrifstofan í Frostanum. Mikið á ToDo listanum mínum sem seint tæmist fyrir haustið og það er nú bara spennandi. Get ekki sagt að ég sé að gera neitt góða hluti í skólanum, þarf að skila þremur ritgerðum og fara í eitt próf á næstu tveimur vikum en ég vona bara að það reddist eins og alltaf (er reyndar að láta reyna á að láta það reddast án þess að gera nokkurn skapaðan hlut, sjáum til hvernig það gengur)

Hlakka soldið til Júróvísjón partýsins hjá Nonna þann 15. maí, ég missti af því í fyrra vegna þess að ég missti af flugvél, bögg! En nú skilst mér að teitin verði enn betri heldur en í fyrra, með risatjaldi og öllu! Heaven finnst mér bara ágætis lag, soldið dramatískt svona, í ætt við She's gone með steelheart fyrir utan tónhæðina. Ef að Jónsi er í stuði á sviðinu og skilur ermalausa bolinn eftir heima gætum við vel verið í efri hlutanum, allavega miðað við það sem ég hef heyrt, sem er ekki allt.

Lag helgarinnar var án ef snilldarlagið Comfortably Numb með Scissor Sisters, gamalt Pink Floyd lag í flutningi þessara furðufugla frá NYC. Ég mæli eindregið með þessum fyrsta diski Scissor Sisters, keypti mér hann á Heatrow og hef hlustað mikið síðan og hann verður bara betri og betri þó hann hafi verið tussugóður við fyrstu hlustun!

Jæja ég er farinn að fá mér fyrsta kaffibollann af nokkrum í dag. Merkilegt hvað Kaffið í Hinu Húsinu er miklu betra heldur en tilviljanakenndi uppáhellinngurinn í Frostanum, kannski er það reyndar betra núna eftir að ég hætti að hella uppá ;-/

This page is powered by Blogger. Isn't yours?