31.3.04

Ég er farinn!

ég ætla að fá mér miða á T in the park við fyrsta tækifæri!! látið mig vita ef þið eruð með. Veit að ég skrifa um lítið annað hér en þetta er bara besta hátíð ársins!!

David Bowie
The Darkness
Muse
Starsailor
The Strokes
Pixies
P J Harvey
The Thrills
Keane
Massive Attack
Goldfrapp
Felix Da Housecat
Carl Craig
Tiga
Tiefschwarz
Mylo
Vector Lovers
Jim Hutchison and Smoke
Chemical Brothers (live)
Jeff Mills
Josh Wink
Slam (Live)
Funk D Void (live)
Adam Freeland
DJ Yoda
Sidewinder
Snow Patrol
Dogs Die in Hot Cars
N*E*R*D
Franz Ferdinand
Kings of Leon
Scissor Sisters
The Hives
Air - rumour
Athlete - strong rumour
Basement Jaxx - to be confirmed
Dandy Warhols - rumour
Funeral For A Friend - rumour
Joss Stone - strong rumour
Stellastarr* - strong rumour
The Bandits - rumour
The Cure - strong rumour
The Golden Virgins - to be confirmed

29.3.04

Heví þreyttur á mánudegi eftir heila helgi að gera ekki neitt?! Kannski ekki ekki neitt, lærði helling, en fór ekkert út. Sat bara heima að horfa á vídjó og spila Playstation sem ég stal úr Frosta yfir helgina ;o) Það er nú liðið talsvert langt síðan maður kíkti ekkert út eða í partý eða eitthvað báða daga helgarinnar en þar sem ekkert var planað og ég þurfti að læra helling varð raunin þessi. En það asnalega er að ég hef sjaldan verið eins þreyttur á mánudegi eins og akkúrat núna! Fór reyndar á Passion og Christ í gærkvöldi og hún var ekki búin fyrr en um eitt leitið. Þessi mynd er fullkomlega eðlilega heit í umræðunni í dag, hvort sem þú fílar hana eða ekki. Ég er mikið búinn að spá í henni og hef komist að því að allar þær kenndir sem hún vakti í mær hefði hún getað gert með helmingi minna af grófum "splatter" atriðum. Mér fannst nóg komið að horfa á mannin píndan látlaust í tvo og hálfan tíma. Svo fannst mér hún frekar fyrirsjáanleg, ég vissi til dæmis mjög fljótlega í myndinni að Jesú myndi deyja í endann (vona að ég sé ekki að eyðileggja fyrir neinum) Annars fór soldið í mig að fyrir utan bíóið eftir myndina stæði fókk í röum með einhvern svona "Frelsastu í dag" bækling og létu gesti fá. Krossinn, Vegurinn, Fíladelfía, Kristkiskjan og hvað þetta heitir allt saman hefur greinilega tekið sig saman og prentað svona bækling, eiginlega kynningarbækling fyrir Jesú! Þetta fannst mér pirrandi! M.a. var í bæklingnum stutt bæn sem maður átti að fara með ef maður vildi sjá ljósið og játast Jesú... ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara með þessa bæn. Minnti mig á Candyman, ef maður kláraði að fara með þessar línur væri öllu lokið.

Steve Martin skrifaði opið bréf til Mel Gibson um þessa mynd og mér fannst það fyndið, þetta birtist víst í einhverju blaðinu í USA og ég birti það hér að neðan.

Dear Mel:

We love, LOVE the script! The ending works great.
You'll be getting a call from us to start negotiations
for the book rights. Love the Jesus character. So
likable. He can't seem to catch a break! We identify
with him because of it. One thing, I think we need to
clearly state "the rules." Why doesn't he use his
super powers to save himself? The creative people
suggest that you could simply cut away to two
spectators: Spectator one Why doesn't he use his super
powers to save himself? Spectator two He can only use
his powers to help others, never himself.

Does it matter which garden? Gethsemane is hard to say
and Eden is a much more recognizable garden. Just
thinking out loud.

Our creative people suggest a clock visual fading in
and out in certain scenes like the last supper bit:
Monday, 12:43pm." or later, "Good Friday, 5:14pm."
Love the repetition of "is it I?" Could be very funny.
On the eighth inquiry, could Jesus just give a little
look into camera? Breaks frame, but could be a riot.
Also could he change water into wine in last supper
scene? Would be a great moment, and it's legit.
History compression is a movie tradition and could
really brighten up the scene. Love the flaying. Could
the Rabbis be Hispanic? There's lots of hot Latino
actors now, could give us a little zing at the box
office. Research says there's some justification for
it.

Is there somewhere where Jesus could be using an IMac?
You know, now that I hear myself say it, it sounds
ridiculous. Strike that. But think about it. Maybe we
start a shot in heaven with Jesus thoughtfully closing
the top? (Reminder: heaven is timeless) The studio is
very high on Johnny Depp right now. Just saw him in
"Pirates." He was hilarious. Might be right for Jesus?
Not so straightforward. He could bring a lot of
pizzazz to the role. I think a meeting would be
warranted. Love the idea of Monica Belluci as Mary
Magdalene (Yow!). Our creative people suggest a name
change to Heather. Could skew our audience a little
younger. Love Judas. Such a great villain. Our
creative people suggest that he's a little
"conflicted." Couldn't he be one thing? Just bad?
Gives the movie much more of a motor. Also, 30 pieces
of silver is not going to get anyone excited. I think
it's very simple to make him a "new millionaire."
Bring in the cash on a tray. Great dilemma that the
audience can identify with. Minor spelling error: on
page 18, in the description of the bystanders, there
should be a space between the words "Jew" and "boy."

Merchandising issue: it seems the cross image has been
done to death and we can't own it. Could the
crucifixion scene involve something else? A Toyota
would be wrong, but maybe there's a shape we can
copyright, like an ellipse? I'm assuming "the dialogue
is in Aremeic," is a typo for "American." If not call
me on my cell or I'm at home all weekend.

By the way, I'm sending a group of staffers on a
cruise to the North Pole, coincidentally around the
time of the release date. Would love to invite your
dad! * * *


Lifið í lukku og ekki með hrukku (það var sko ekki í Steve Martin bréfinu, ég bætti því við)

26.3.04

Usss, var að gera á mig í prófi, ekki gott mál. Setti inn nokkrar myndir frá USA ferð mín og Magga, á helling af myndum ennþá en má víst ekki setja þær allar inn á þetta Picturetrail dæmi.

Hér er smá getraun: Við rákumst á þetta hús í Philadelphia, það hefur verið notað í mjög þekktri kvikmynd, Hver er kvikmyndin?25.3.04

Er búinn að vera að læra í dag fyrir próf á morgun sem er nú ekki frásögu færandi.
Nú voru að bætast bönd í hópinn í hópinn á T in the park. Royksöpp, Ash og The Cure!! Þessar hljómsveitir hafa þó ekki stafest heldur er þetta sterkur orðrómur, nánar á E-Festivals.

Hver er með? Í alvöru! ekkert hangs, bara skella sér eina helgi. (10. og 11. júlí)

24.3.04

Jæja, þá er komið að því sem að ég vissi að væri framundan, overlód í lærdómi. Nú þarf maður bara að komast í gírinn og eyða næstu vikum í að vaka frameftir og reyna að halda í við alla skilafrestina sem detta bæ ðe vei allir inn á sama tíma. Ég get nú ekki sagt að þetta sé í fyrsta skipti sem að ég lendi í að gera hlutina á síðustu stundu því að þannig hefur það verið í... hmmmm... ...öll mín skólaár! Einhvernvegin reddast þetta alltaf á endanum og ég vona bara að það geri það líka í þetta skiptið.

Ég missti (nennti ekki að bíða í röð og vildi ekki þyggja miða sem mér var boðið að kaupa áður en forsalan hófst) af miða á Pixies svo að ég held ég verði bara að kíkja á T in the park. Ég er í alvöru að spá í að skipuleggja bara hópferð á þetta magnaða dæmi. Hver vill ekki borga um 30þúsund kall fyrir Pixies, Muse, The Strokes, N*E*R*D (Pharell og co), PJ Harvey, David Bowie, Massive Attack, Air (sterkur orðrómur), Basement Jaxxx (ekki uppáhaldið en gæti verið gaman), Goldfrapp, Kings of Leon (nýbúinn að kynnast þeim, þeir eru flottir), Keane, The Darkness (maður verður að sjá þá áður en maður fær leið), Chemical Brothers, Franz Ferdinard og fleiri!!! Þetta er náttla bara rugl. Ég tala nú ekki um að heimsækja Skotland í leiðinni, mig hefur alltaf langað þangað. Skoða landið og læra hreiminn :) og svo tala bara eins og beint uppúr trainspotting og Sweet sixteen á öllum ráðstefnum hér eftir! 'at'll be bluidy gryte, wadna't?!

Jæja þýðir ekki að eyða tímanum í dagdrauma og bloggvitleysu, aftur í Uppeldisvísindin og PEST greininguna... [æla]
22.3.04

Mjög góð helgi og mikið að gerast.

Damien Rice var übergóður á föstudagskvöldið Kjáninn er með ýtarlega lýsingu á tónleikunum og ég er sammála honum í flestum atriðum. Þetta voru sumsé eðaltónleikar og hann hélt athyglinni 130% allan tímann! Þvílíkur snilli! Ég vara í rólegheitunum og engu djammstuði eftir þessa tónleika, langaði bara að fara og hafa það rólegt og hlusta meira :)

Á laugardaginn var svo allt annað uppi á teningnum, Frostaliðið var með hitting heima hjá mér og í þetta skiptið höfðum við Hnakkaþema. Undirritaður eyddi því hluta dagsins að finna til hnakkaföt og glingur og eftir að hafa fengið Þórdísi systur til að tattúa mig í bak og fyrir tók massafínt kvöld við með Mr & Mrs, 15, Roxanne, Gítarglamri og fullt af kryddpylsum á Grand Rokk. Ef að allt gengur upp má sjá mitt nýja lúkk hér að neðan. Þetta fór mér svo svakalega vel að ég er að spá í að ganga bara alla leið og fá mér nýja Almeru með dökkum rúðum, hlusta á FM og stunda Astró... eitthvað er þetta nú kunnulegt!?


Eníveis, er að spá í að fara á T in the park í sumar, er einhver með? Þvílíkt lænöpp ;o)

18.3.04

Langt á milli blogga? það er líka bara allt í lagi, ekki eins og hafi hafi frá einhverju merkilegu að segja, þá er nú bara betra að þeigja. Damien Rice á morgun, sem er schniiillld, er búinn að vera að safna að mér live upptökum með gaurnum og hita upp, hann er craaaazy! Er eitthvað ryndar að vesenast með hvað ég á að gera fyrir tónleikana, allir eitthvað svo bissí fram að þeim, verð örugglega bara heima, einn, að horfa á imbann, lesa blöð, kippa í kallinn eða horfa útum gluggann.

Kjáninn var að kvóta David Brent sem er snillingur ef einhver er það! Ég er mikill aðdáandi og ákvað ég því að setja eitt snillda kvót líka :)

"There are limits to my comedy. There are things that I’ll never laugh at. The handicapped. Because there’s nothing funny about them. Or any deformity. It’s like when you see someone look at a little handicapped and go ‘ooh, look at him, he’s not able-bodied. I am, I’m prejudiced.’ Yeah, well, at least the little handicapped fella is able-minded. Unless they’re not, it’s difficult to tell with the wheelchair ones."

Ekki hægt að lesa þetta með straight face (allavega ekki Kjáninn)

síjú

15.3.04

Til hamingju Þorbjörg og Vignir!!

Hrafnkell Daði sumsé kominn í heiminn, það er gleði :)

Ég er að spá í að skella mér á didital myndavél á eina krónu, ekki besta vél í heimi en dugar í bili. Og virkar díllinn þannig að maður drullast kannski til að framkalla e-ð :)

13.3.04

Þetta fannst mér bara ógeðslega fyndið


11.3.04

Ja hérna, ég held barasta að Damien Rice miðarnir séu komnir í hús! þvílík gleði er það!

Þessi vika er búin að vera heví. Hausinn á mér er algerlega útvatnaður af því að reyna að klambra saman nýsköpunarverkefni. Það tókst á endanum með hjálp góðs fólks og nú er bara að vona það besta. Annars veit ég ekkert hvað ég á að mér að gera í sumar eða næsta haust, mig langar að breyta e-ð til þó svo að mig langi að halda áfram í þessum bransa sem ég er í núna. Væri gaman að breyta aðeins um áherslur bara. Það eru einhver óljós teikn uppi um það að ég gæti farið að vinna við að sjá um skrifstofu Evrópusamtaka félagsmiðstöðva. Það er fjarlægt eins og er en það er verið að skoða málið. Þarf að skoða þetta mál vel og tek glaður við ráðleggingum frá flestum, ekki öllum, því við verðum nú bara að sætta okkur við það að sumt fólk eru fávitar og vita ekki neitt.

Fór á Mystic River í gær og var mjög ánægður með hana, Sean Penn átti Skarann skilið fyrir frábæran leik. Tim Robbins var líka góður en ég hef einhvernvegin aldrei fattað Kevin Bacon, kannski hef ég aldrei fyrirgefið honum fyrir ógeðisfangavarðahlutverkið í Sleepers. Hann var mega kríp þar og ég fæ alltaf einhverja andstyggð þegar ég sé honum bregða fyrir í öðrum hlutverkum.

Svo er búiða ð bóka næsta gigg hjá Almennum flottheitum, man samt ekki alveg hvenær það er en mig minnir að það sé á fimmtudaginn 25. mars á Stúdentakjallaranum.

8.3.04

Spileríið á föstudaginn var afar sérstakt. Á Kjallaranum var fullt af fólki og vil ég þakka þeim sérstaklega sem komu til að hlusta. Á sama tíma vil ég bölva þessum fáu ofurölvi fíflum sem voru á staðnum og skemmdu soldið fyrir bæði okkur og örðum gestum með endalausum fíflaskap, komandi uppað okkur og öskra í andlitið á okkur meðann við vorum að syngja, hoppandi á borðum og stólum og leikandi Tarzan í loftræstikerfinu, þvílíkir fávitar! En þeir fóru nú á endanum og partýið þróaðist útí rólegt einkapartý til lokunar. Gaman að sjá alla sem komu og sérstaklega þá sem komu erlendis frá aðeins fyrir þetta tækifæri....jú reyndar og brúðkaup Kidda og Ingu sem ég vil óska til hamingju og vona að það verði ekkert nema gleði og hamingj á bæ þeirra um ókomna tíð.
Þetta var langt frá því að vera okkar besta gigg og ég gef því reyndar ekki nema svona 6 af 10. Gaman samt að komast í gang aftur og vonandi verðum við aftur einhverstaðar fljótlega.

Á laugardaginn var svo FF/Hitt Hús matarboð heima hjá mér eða reyndar varð það grillpartý, sem var afar skemmtilegt. Við borðuðum dýrindis grillmat og skemmtum okkur fram eftir í góðu spjalli og flóknum leikjum.

Nú er sko raunveruleikinn að skella á mér eins og brotsjór, allt e-ð voða erfitt þessa dagana. Skólinn í hinu venjulega miðannarfokki og nóg að gera í vinnunni, undirbúningur fyrir ECYC námskeiðið í sumar á fullu spani með tilheyrandi styrkjaumsóknaeyðublaðaútfyllingum (wow) og svo verð ég að finna mér e-ð að gera í sumar. Er að reyna að basla saman umsókn í Nýsköpunarsjóð svo að ég geti bara unnið við e-ð sem ég vel sjálfur, það væri kúl. Er að setja saman rannsókn á jaðarsportsiðkendum og hvernig þeir fúnkera í samfélaginu með tilliti til neyslu og andfélagslegrar hegðunar og svo framvegis.

Satans!Skuggamyndin af mér dottin út! barnaland.is e-ð að klikka. Finn bara e-n annan stað til að vista þetta þá. E-r hugmyndir?

verð að halda áfram með umsóknir, mikið einstaklega er þetta leiðinlegt!

5.3.04

Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld
Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöld - Almenn Flottheit á Stúdentakjallaranum í kvöldMættu

4.3.04

Þá er gamli hvimleiði hversdagsleikinn tekinn aftur við eftir gott frí. Nei, nei hann er nú kannski ekkert svo slæmur, en mikið svakalega var gott að taka smá breik. Ég var mættur í vinnuna klukkan uppúr hádegi í gær en við félagarnir lentum í Keflavík um klukkan sjö í gærmorgun. Ég er nokkuð hellaður eins og er og ekki alveg búinn að jafna mig á sex klst tímamismuninum ennþá. Kannski er málið að ég var orðinn svo vanur að kúra hjá Magga að svefninn er bara ekki eins :o) (við sváfum í sama bedda í tíu nætur í röð! Það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður og geri væntanlega ekki aftur í bráð, ekkert illa meint samt Maggi minn) svo var ég að komast að því að á síðustu tveimur vikum hefur HEILL SÓLARHRINGUR verið um borð í flugvél!! (8 mismunandi flugvélum reyndar) en það er glatað! tala nú ekki um allan tímann sem fór í að bíða á flugvöllum!

Myndir frá ferðinni verða komnar á síðuna á morgun eða um helgina en þær voru allnokkrar.

Svo minni ég bara alla á að mæta á Stúdentakjallarann á föstudagskvöldið og hlýða á Almenn Flottheit!! það verður hörku stuð og veigar á verði sem enginn staður í bænum keppir við!!

Sjáumst þá :)

1.3.04

Jaeja, nu er sidasti dagur okkar Magga i USA. Vid leggjum af stad her fra D Kalb um hadegi a morgun og verdum ekki lentir heima fyrr en klukkan 06:50 a midvikudag. Thetta er bunir ad vera mjog skemmtilegir dagar a ollum stodunum sem vid hofum heimsott. Og svo er madur loksins buinn ad sja Hoska a svidi! hann var mjog godur eins og flestir i leikritinu, eg og Maggi forum tvisvar ad sja thetta stykki sem heitir Little Foxes. Hoski leikur thar gamlan sudurrikja buisness ref sem er alltaf ad plotta ed og talar endalaust :) hann stod sig frabaerlega og sudurrikjahreimurinn var mjog godur :)

Vid Maggi leigdum okkur bil til ad hafa her i baenum og til ad fara til chicago a fostudaginn og laugardaginn. A fos komum vid heim i svaka party her hja strakunum (hoska, Joe og Alex) og thad var horku gaman ad hitta alla vinina, their attu natturulega ekkert i okkur islendingana i partytholi og partyid var ad klarast svona um thad leiti sem madur fer i baeinn i Rvk. A laugardaginn forum vid svo til Chicago eins og adur sagdi, vid byrjudum a thvi ad kikja a gamla barinn hans Al Capone thar sem var utgafuparty hja e-u jazz bandi. Thad var stemmari og madur sa alveg fyrir ser thennan stad fullan af mafiosum a bannarunum. Svo gerdum vid thau hraedilegu mistok ad fara a Thorrablot islendinga i Chicago sem var rett hja, thad var svo hryllilega leidinlegt ad vid vorum fljotir ad koma okkur thadan ut. Stundum fer madur hja ser ad sja hvad vid islendingar getum verid leidinlegir. vid forum tha bara down town Chicago og inn a annan jazzklubb sem var fint. Chicago er mjog tignarleg borg, mun breidari straeti og svona einhvernvegin mikilfenglegri heldur en New York og Philly.

Svo ad odru: A fostudaginn er party med Almennum Flottheitum a Studentakjallaranum og ther er bodid!! vid aetlum ad vara thar fra svona tiu og til ca eitt med gitarana a lofti.

Sjaumst a klakanum i vikunni, ef ekki, tha a Studentakjallaranum a fostudagskvold!!!!!!!!!!!!!!!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?