26.2.04
Nú erum við komnir í menninguna maður!! De Kalb, Illinois: The Boyz are in town. Við komum hingað í gærkvöldi eftir mjög skemmtilwga daga í Philly og New York. Í kvöld fær maður svo loksins að sjá einn efnilegasta leikara norðurhvelsins Höska in action og á sviði. Við förum væntanlega til Chigaco á morgun og fáum þannig að sjá þriðju stórborgina í þessari ferð. Philly var snilld og New york ekki síðri.
Það sem við erum búnir að bæta í reynslubankann nú þegar erýmislegt, til dæmis: Við fórum upp í Empire State building, við smökkuðum Root Beer, við týndumst í China town, við fórum á underground stað með lifandi músík og fórum svo á djammið með hljómsveitinni, Maggi keypti gítar sem var sendur til Cincinatti og margt fleira.
Við eigum eftir að upplifá margt og þetta týnist allt inn á næstu dögum ;)
Nenni ekki að skrifa meira, er svangur, mmm burger....
Kærar kveðjur frá De Kalb, Illinois - the Corn county
Það sem við erum búnir að bæta í reynslubankann nú þegar erýmislegt, til dæmis: Við fórum upp í Empire State building, við smökkuðum Root Beer, við týndumst í China town, við fórum á underground stað með lifandi músík og fórum svo á djammið með hljómsveitinni, Maggi keypti gítar sem var sendur til Cincinatti og margt fleira.
Við eigum eftir að upplifá margt og þetta týnist allt inn á næstu dögum ;)
Nenni ekki að skrifa meira, er svangur, mmm burger....
Kærar kveðjur frá De Kalb, Illinois - the Corn county
22.2.04
Jaeja, tha er madur bara kominn til Philly og nu thegar buinn ad gera ymislegt skemmtilegt. Vid Maggi komum til Gunna og Karenar i Philadelphia um klukkan ellefu i gaer a US tima (klukkan 4 ad islenskum tima) eftir rumlega 12 tima ferdalag. Vid rett misstumaf lestinni fra Baltimore og thurftum ad bida i einn og halfan tima a leidinlegustu lestarstod a nordurhveli jardar. En thetta gekk allt a endanum og vid vorum heldur betur upgefnir thegar vid komum og forum bara ad sofa snemma.
I dag erum vid bunir a vera duglegir a turistast, voknudum klukkan atta og erum bunir ad fara i svona openbus tour um borgina, i dyragardinn og a e-d fraeky laeknasafn. Thessi borg er merkileg fyrir margar sakir en eg nenni nu ekki ad fara ad telja upp allt thad sem madur laerdi en medal thess sem vid saum og gerdum var ad aid saum the Liberty Bell, Hlupum upp Rocky I troppurnar, saum vonda Ghost Busters husid og skodudum staersta ristil i heiminum. Allt mjog ahugavert :)
Forum orugglega e-d a djammid i kveld, allir skila kvedju, Eg, Maggi, Gunni, Karen og Ben Franklin
Reyni ad setja inn e-r myndir inn von bradar.
I dag erum vid bunir a vera duglegir a turistast, voknudum klukkan atta og erum bunir ad fara i svona openbus tour um borgina, i dyragardinn og a e-d fraeky laeknasafn. Thessi borg er merkileg fyrir margar sakir en eg nenni nu ekki ad fara ad telja upp allt thad sem madur laerdi en medal thess sem vid saum og gerdum var ad aid saum the Liberty Bell, Hlupum upp Rocky I troppurnar, saum vonda Ghost Busters husid og skodudum staersta ristil i heiminum. Allt mjog ahugavert :)
Forum orugglega e-d a djammid i kveld, allir skila kvedju, Eg, Maggi, Gunni, Karen og Ben Franklin
Reyni ad setja inn e-r myndir inn von bradar.
21.2.04
Farinn Til Bandaríkjanna!!
góða skemmtun á klakanum, við setjum örugglega inn e-a ferðasögu hér við og við.
PS Tenderfoot er á Grand Rokk í kvöld, mæli með því að þið kíkið.
Yfir og út
góða skemmtun á klakanum, við setjum örugglega inn e-a ferðasögu hér við og við.
PS Tenderfoot er á Grand Rokk í kvöld, mæli með því að þið kíkið.
Yfir og út
18.2.04
Krókurinn að baki sem er mjög gott. Þetta var heví dagskrá, mikið setið, mikið spjallað og mikið étið. Var frekar slappur allan tímann en náði að sofna e-ð í rútunni (sem er náttúrulega ólýsanlega þægilegt)
búinn að pakka núna og næ að sofna í næstum 4 tíma fyrir Köben. Þarf að vera mættur út á Loftleiðir klukkan 05:20 og klukkan er núna rúmlega eitt. Veit ekki afhverju ég er þá að stoppa og blogga, það er náttúruega alger vitleysa.
Mamma er á landinu og búin að hertaka alrýmið mitt með rúmi og öllu svo að ég verð að sætta mig við sófann í nótt. Maður verður jú að vera góður við gamlar konur.
Silver Mt. Zion á Vega á morgun, Brussel á fimmtudaginn og svo Köbendjamm um kvöldið. Ágætis prógram framundan.
Hann er bara alltaf góður:
Lifið heil
HS
búinn að pakka núna og næ að sofna í næstum 4 tíma fyrir Köben. Þarf að vera mættur út á Loftleiðir klukkan 05:20 og klukkan er núna rúmlega eitt. Veit ekki afhverju ég er þá að stoppa og blogga, það er náttúruega alger vitleysa.
Mamma er á landinu og búin að hertaka alrýmið mitt með rúmi og öllu svo að ég verð að sætta mig við sófann í nótt. Maður verður jú að vera góður við gamlar konur.
Silver Mt. Zion á Vega á morgun, Brussel á fimmtudaginn og svo Köbendjamm um kvöldið. Ágætis prógram framundan.
Hann er bara alltaf góður:
Lifið heil
HS
16.2.04
Ferðalagið byrjar í dag. Og viti menn, ég er orðinn veikur! Þetta er náttla týbískt (spellcheck!), ég verð að fara á Krókinn í dag og vona það besta. Svo fer ég til Köben og Brussel á miðvikudagsmorgun og þá ætla ég að vera hress! Tala nú ekki um USA á laugardaginn.
Ég fór á frábæra mynd í bíó í gær, Big Fish. þetta er massa flott mynd og kemur manni hiklaust í góða skapið ef maður er ekki í því fyrir.
Það verður væntanlega lítið bloggað í vikunni vegna ferðalaga. Ekki að þið séuð að missa af einhverju merkilegu.
Hér er einn góður :)
Ég fór á frábæra mynd í bíó í gær, Big Fish. þetta er massa flott mynd og kemur manni hiklaust í góða skapið ef maður er ekki í því fyrir.
Það verður væntanlega lítið bloggað í vikunni vegna ferðalaga. Ekki að þið séuð að missa af einhverju merkilegu.
Hér er einn góður :)
13.2.04
Fór á Kosningavökur í gær. Byrjaði á GrandRokk þar sem Röskva var en var fljótur að hórast niðrá Pravda þegar úrslitin lágu fyrir. Tjaldur og Kjáni: ég samhryggist. Ef að væri ekki fyrir fólkið sem ég þekki í þessu stúdentakosningadæmi væri mér meira sama um þessa vitleysu heldur en hvort að Trista nái að giftast á réttum tíma í réttum kjól. Það er samt alltaf gaman að kíkja á vökurnar ;o)
Sá hluta af einhverju mesta gæða sjónvarpsefni á RÚV í gær, Þ.e.a.s. ef að þetta var djók. Ef ekki, þá var þetta ótrúlega sorglegt. Þetta var sem sagt svona hunda sýning/keppni og það var frábært að fylgjast með þessu. Þvílík vitleysa. Það voru tveir lýsendur sem að voru æstari heldur en Geir Magnússon í góðum handboltaleik og áhorfendurnir voru að sleppa sér yfir "tilburðum" hundanna, sem bæ ðe vei voru ekki að gera neitt nema að hlaupa í hringi með eigendunum sínum. Svo var einn dómari sem réði öllu, gömul kempa, og hann tilkynnti e-a nokkra hunda sem komust í úrslit eða e-ð. Og þá voru lýsendurnir alveg að missa sér yfir ótrúlega óvæntum úrslitum! "Sam, Brúni Snáserinn veitir Spice Girl, svarta púddle hundinum örugglega svakalega samkeppni í lokaumferðinni!" Þetta var ógeðslega fyndið. Svo voru FM957 verðlaunin á Popptíví sem að mér fannst líkjast HM í hundum ótrúlega mikið að mörgu leiti.
Ættarmótarteiti í kvöld, engin spilamennska á morgun því að stelpan í Stúdentakjallaranum er mikið fyrir að tvíbóka staðinn (hún fylgir örugglega Post-it skjalakerfinu eins og ég) Þannig að Almenn Flottheit eru EKKI að spila á laugardaginn næstkomandi.
Eigið góða helgi og megi Liverpool skilja Newcastle eftir í rykinu, amen.
Sá hluta af einhverju mesta gæða sjónvarpsefni á RÚV í gær, Þ.e.a.s. ef að þetta var djók. Ef ekki, þá var þetta ótrúlega sorglegt. Þetta var sem sagt svona hunda sýning/keppni og það var frábært að fylgjast með þessu. Þvílík vitleysa. Það voru tveir lýsendur sem að voru æstari heldur en Geir Magnússon í góðum handboltaleik og áhorfendurnir voru að sleppa sér yfir "tilburðum" hundanna, sem bæ ðe vei voru ekki að gera neitt nema að hlaupa í hringi með eigendunum sínum. Svo var einn dómari sem réði öllu, gömul kempa, og hann tilkynnti e-a nokkra hunda sem komust í úrslit eða e-ð. Og þá voru lýsendurnir alveg að missa sér yfir ótrúlega óvæntum úrslitum! "Sam, Brúni Snáserinn veitir Spice Girl, svarta púddle hundinum örugglega svakalega samkeppni í lokaumferðinni!" Þetta var ógeðslega fyndið. Svo voru FM957 verðlaunin á Popptíví sem að mér fannst líkjast HM í hundum ótrúlega mikið að mörgu leiti.
Ættarmótarteiti í kvöld, engin spilamennska á morgun því að stelpan í Stúdentakjallaranum er mikið fyrir að tvíbóka staðinn (hún fylgir örugglega Post-it skjalakerfinu eins og ég) Þannig að Almenn Flottheit eru EKKI að spila á laugardaginn næstkomandi.
Eigið góða helgi og megi Liverpool skilja Newcastle eftir í rykinu, amen.
11.2.04
Lukkan heldur áfram að vera mér hliðholl!!!
Ég vann líka í lottói í Suður Afríku!! 2.4 milljónir bandaríkjadala!!
Þetta er lukkudagur hinn mesti!!!
Ég vann líka í lottói í Suður Afríku!! 2.4 milljónir bandaríkjadala!!
Þetta er lukkudagur hinn mesti!!!
Loksins datt ég í lukkupottinn!!
Ég var svo einstaklega heppinn að fá tölvupóst í dag þar sem heiðursmaður að nafni Ahmed Salusu hafði samband við mig með viðskipti í huga. Þessi efnilegi eðaldrengur vinnur Alþjóðabanka Afríku Lome-Togo (International bank of Africa Lome-Togo) og vegna stöðu hans í bankanum hefur hann fengið það hlutverk að koma auðævum gamalla hjóna sem fórust í flugslysi í Egyptalandi árið 1999 til nánustu ættingja. Upphæðin, sem nemur 10 milljónum USD (ca. 690.000.000,- kr) er enn óhreyfð og því leitar Ahmed til mín. Það eina sem ég þarf að gera er að senda honum póst um að ég sé nánasti ættinginn eða eitthvað og bankareikningsnúmerið mitt og hann leggur bara alla summuna inn á mig. Díllinn er svo sá að ég býð honum í heimsókn til Íslands þar sem við göngum frá málunum. Hann kemur og hirðir 70% af summunni, 5% fara í kostnað vegna ferðalagsins og allt það og eftir standa 25% fyrir mig! Rétt rúmlega 172 milljónir króna. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir það skal ég segja ykkur! Ég er strax farinn að plana hvað ég ætla að kaupa mér :) Heimsreisa, hús, bílar og restin í ávöxtun. Þett er ótrúleg heppni hjá mér og ég veit ekki hvað ég hef gert rétt í lífinu til að eiga skilið svona frábært tækifæri. Ég er farinn að segja upp í vinnunni og farinn í Kringluna með Visakortið!
Og fyrir ykkur sem halda að þetta sé e-ð djók, þá sagði Ahmed að þetta væri 100% öruggt og að þessi viðskipti byggju á gagnkvæmu trausti. Hann skildi meira að segja eftir símanúmer ef ég skildi vilja spjalla.
Vonandi slær heilladísin ykkur jafn rækilega utanundir eins og mig. Ekki víst að ég bloggi meira núna þar sem ég er orðinn fáránlega RÍKUR!!!
Ég var svo einstaklega heppinn að fá tölvupóst í dag þar sem heiðursmaður að nafni Ahmed Salusu hafði samband við mig með viðskipti í huga. Þessi efnilegi eðaldrengur vinnur Alþjóðabanka Afríku Lome-Togo (International bank of Africa Lome-Togo) og vegna stöðu hans í bankanum hefur hann fengið það hlutverk að koma auðævum gamalla hjóna sem fórust í flugslysi í Egyptalandi árið 1999 til nánustu ættingja. Upphæðin, sem nemur 10 milljónum USD (ca. 690.000.000,- kr) er enn óhreyfð og því leitar Ahmed til mín. Það eina sem ég þarf að gera er að senda honum póst um að ég sé nánasti ættinginn eða eitthvað og bankareikningsnúmerið mitt og hann leggur bara alla summuna inn á mig. Díllinn er svo sá að ég býð honum í heimsókn til Íslands þar sem við göngum frá málunum. Hann kemur og hirðir 70% af summunni, 5% fara í kostnað vegna ferðalagsins og allt það og eftir standa 25% fyrir mig! Rétt rúmlega 172 milljónir króna. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir það skal ég segja ykkur! Ég er strax farinn að plana hvað ég ætla að kaupa mér :) Heimsreisa, hús, bílar og restin í ávöxtun. Þett er ótrúleg heppni hjá mér og ég veit ekki hvað ég hef gert rétt í lífinu til að eiga skilið svona frábært tækifæri. Ég er farinn að segja upp í vinnunni og farinn í Kringluna með Visakortið!
Og fyrir ykkur sem halda að þetta sé e-ð djók, þá sagði Ahmed að þetta væri 100% öruggt og að þessi viðskipti byggju á gagnkvæmu trausti. Hann skildi meira að segja eftir símanúmer ef ég skildi vilja spjalla.
Vonandi slær heilladísin ykkur jafn rækilega utanundir eins og mig. Ekki víst að ég bloggi meira núna þar sem ég er orðinn fáránlega RÍKUR!!!
10.2.04
Jónzi fer í Júróvision, það er staðreynd. Get ekki sagt að ég sé gífurlega hrifinn af því but what can you do? Ég mana hann þó að vera EKKI í ermalausum ógeðisbol á sviðinu, plííís Jónsi ekki reyna að vera jafn kúl og Norsarinn í Jordanbolnum um árið!
Damien Rice er að koma og mér virðist sem að það verði slagsmál um miðana ef tekið er mark á einum litlum blogghring sem ég fór í dag! Back off allir! ÉG VILL MIÐA!!
Almenn Flottheit eru svo að fara að koma fram opinberlega aftur eftir talsvert hlé, við verðum á Stúdentakjallaranum fimmtudaginn 4. mars. Be there or be square. Takið nú fram dagbókina og skráið það hjá ykkur.
ég er annars alveg við það að svíða af mér allt hárið, óþolandi djös lubbi og ég lít út eins og fáviti. Fer í snyrtingu í næstu viku. About time!
Þeir sem eru orðir pirraðir á því að ég skuli sletta ensku í hverri málsgrein hafa fullkominn rétt á því, þetta er óþolandi kækur hjá allt of mörgum og ber vott um einstakan lúðaskap og gelgju. Hér eftir verður þessi vefdagbók skrifuð á vandaðri og fallegri íslensku (svo langt sem kunnátta mín í hinu ilhýra nær og með fyrirvara um stafsetningavillur)
Veriði hress, ekkert stress og bless.
PS. minnir mig á það, vill einhver fress gefins? fimm ára kassavanur inniköttur leitar að heimili en hann þarf að fara vegna ofnæmis. Annaðhvort tekur hann e-r að sér eða honum verður drekkt!! Er það það sem þið viljið!?
Damien Rice er að koma og mér virðist sem að það verði slagsmál um miðana ef tekið er mark á einum litlum blogghring sem ég fór í dag! Back off allir! ÉG VILL MIÐA!!
Almenn Flottheit eru svo að fara að koma fram opinberlega aftur eftir talsvert hlé, við verðum á Stúdentakjallaranum fimmtudaginn 4. mars. Be there or be square. Takið nú fram dagbókina og skráið það hjá ykkur.
ég er annars alveg við það að svíða af mér allt hárið, óþolandi djös lubbi og ég lít út eins og fáviti. Fer í snyrtingu í næstu viku. About time!
Þeir sem eru orðir pirraðir á því að ég skuli sletta ensku í hverri málsgrein hafa fullkominn rétt á því, þetta er óþolandi kækur hjá allt of mörgum og ber vott um einstakan lúðaskap og gelgju. Hér eftir verður þessi vefdagbók skrifuð á vandaðri og fallegri íslensku (svo langt sem kunnátta mín í hinu ilhýra nær og með fyrirvara um stafsetningavillur)
Veriði hress, ekkert stress og bless.
PS. minnir mig á það, vill einhver fress gefins? fimm ára kassavanur inniköttur leitar að heimili en hann þarf að fara vegna ofnæmis. Annaðhvort tekur hann e-r að sér eða honum verður drekkt!! Er það það sem þið viljið!?
9.2.04
Gott grín um helgina, rólegt föstudagskveld á Ölstofunni þar sem nokkrum köldum var slátrað. svo var náttla Þorrablót ársins á lau í merkingunni EINA þorrablót ársins. Ég verð að fara að hætta að koma mér í svona skipulagsnefndir og umsjónarmennsku. Hvenær ætla ég að vaxa uppúr þessu?! Mig er farið að dauðlanga í partý þar sem ég þarf ekki að sjá um neitt eða redda neinu eða bera nokkra ábyrgð. Ég get náttúrulega ekki kennt neinum öðrum um en mér þar sem að það er enginn að pína mig í þetta, þetta er bara sjúkdómur. Eins og alkóhólismi, það á að stofna SAA (socially active anonymous) ef það er ekki nú þegar til... ætla að tékka á netinu.....nei það er ekki til. Þórarinn Tyrfingsson: ef þú lest þetta, stofnaðu þá SAA og hafðu fundi þar sem fólki er kennt að sitja bara og þyggja. (hann er pottþétt fastagestur inn á Sykurpabbann) Gæti verið vesen með árshátíð og útilegur og svona, hver á að skipuleggja það? það yrði nú bara eins og að bjóða uppá bjórkvöld hjá AA.
En þetta er nú meira bullið í mér, ég skemmti mér konunglega á þessu blóti sem var í alla staði vel heppnað (þökk sé skipulagningsteyminu) ;)
Við Max erum búnir að ganga frá miðakaupum innanlands í USA sem er mjög vel. Gunni og Höski: ég vona að þið séuð búnir að búa um ykkur á gólfinu þar sem þið ætlið náttla að leyfa gestunum að njóta allra þæginda sem land tækifæranna býður uppá.
Svo ákvað ég að gera bakgrunninn á þessari síðu svona Tuborg-grænan, er það ekki að virka?
Yfir og út í rigninguna
En þetta er nú meira bullið í mér, ég skemmti mér konunglega á þessu blóti sem var í alla staði vel heppnað (þökk sé skipulagningsteyminu) ;)
Við Max erum búnir að ganga frá miðakaupum innanlands í USA sem er mjög vel. Gunni og Höski: ég vona að þið séuð búnir að búa um ykkur á gólfinu þar sem þið ætlið náttla að leyfa gestunum að njóta allra þæginda sem land tækifæranna býður uppá.
Svo ákvað ég að gera bakgrunninn á þessari síðu svona Tuborg-grænan, er það ekki að virka?
Yfir og út í rigninguna
6.2.04
Move over Buckley & Rice, you've got a Tenderfoot up your ass!
Fór á sniiilllldar tónleika í gær með íslenska bandinu Tenderfoot Þetta eru fjórir strákar sem spila eðal "tregarokk" í svipuðum dúr og Jeff Buckley, Damien Rice og fleiri töffarar. Þessi lög sem þeir voru að spila voru geðveik, hvert öðru betra. Þvílík innlifun í tónlistarflutningi hefur ekki sést hér á landi í langan tíma og þeri kunna sko á hljóðfærin sín! Tveir acoustic gítarar, kontrabassi og trommur. Söngvarinn var frábær, ég var sirka eitt lag að venjast röddinni en þegar hún vandist hafði hún þvílík áhrif á mann. Ég gef það hér með út að þetta er án efa bjartasta von okkar Íslendinga, ef að þeir meika það ekki, gerir það enginn! Ég svoleis sveif út úr húsinu eftir tónleikana og tók varla eftir því að ég var að vaða snjó upp að eistum. Sem betur fer er nú stutt að ganga frá bænum í nýju höllina muhahaha...
Myndir komnar inn hér til hægri, tékkið á þeim. Þetta eru bara nokkrar myndir sem ég hef tekið og finnst flottar :o)
Annars er ég að verða vitlaus á þessum endalausa vitleysisgangi í Bandaríkjunum! Eru þeir ekki í lagi?! Þeir eru að gera meira mál úr þessari sílíkon pyngju henna Janet Jackson heldur en öllu öðru! Justin hefði getað skallað hana og sparkað svo í hana liggjandi og það hefði vakið minni hneyklslan. Maður á ekki orð yfir það hversu blindir þeir eru þarna fyrir vestan og gildi og viðmið samfélagsins eru svo brengluð að það nær ekki nokkurri átt. Svo hleypur allt samfélagið í kúk og sjónvarpsstöðvar fara að klippa út atriði í þáttum sem gæti hugsanlega minnt einhverja viðkvæma sál á geirvörtu!! Mér varð hugsað til þess hvað gerist í USA ef einhver umhyggjusöm móðir er gripin glóðvolg við að gefa barninu sínu móðurmjólkina, er hún litin hornauga, áminnt, handtekin, útskúfuð, bannfærð, grýtt eða hengd? Svo voru bæði Bush og Kerry að gefa það út að þeir væru algerlega andvígir því að samkynhneigðir gengju í hjónaband og Bush sagði að hann væri tilbúinn til þess að breyta stjórnarskránni til þess að koma í veg fyrir það!.. Þetta er sjúkt þjóðfélag og ég ætla að fara þangað sjálfur eftir tvær vikur og segja þeim til syndanna, þjóðin hlýtur að hlusta á mig, er þaggi?
Svo gerði ég svona kort til að sjá betur hvert ég á eftir að fara í heiminum

create your own visited country map
Annars er ég bara að vinna í kvöld og e-ð fram á nótt. Svo er þorrablót á morgun sem verður gaman :)
góða helgi
Fór á sniiilllldar tónleika í gær með íslenska bandinu Tenderfoot Þetta eru fjórir strákar sem spila eðal "tregarokk" í svipuðum dúr og Jeff Buckley, Damien Rice og fleiri töffarar. Þessi lög sem þeir voru að spila voru geðveik, hvert öðru betra. Þvílík innlifun í tónlistarflutningi hefur ekki sést hér á landi í langan tíma og þeri kunna sko á hljóðfærin sín! Tveir acoustic gítarar, kontrabassi og trommur. Söngvarinn var frábær, ég var sirka eitt lag að venjast röddinni en þegar hún vandist hafði hún þvílík áhrif á mann. Ég gef það hér með út að þetta er án efa bjartasta von okkar Íslendinga, ef að þeir meika það ekki, gerir það enginn! Ég svoleis sveif út úr húsinu eftir tónleikana og tók varla eftir því að ég var að vaða snjó upp að eistum. Sem betur fer er nú stutt að ganga frá bænum í nýju höllina muhahaha...
Myndir komnar inn hér til hægri, tékkið á þeim. Þetta eru bara nokkrar myndir sem ég hef tekið og finnst flottar :o)
Annars er ég að verða vitlaus á þessum endalausa vitleysisgangi í Bandaríkjunum! Eru þeir ekki í lagi?! Þeir eru að gera meira mál úr þessari sílíkon pyngju henna Janet Jackson heldur en öllu öðru! Justin hefði getað skallað hana og sparkað svo í hana liggjandi og það hefði vakið minni hneyklslan. Maður á ekki orð yfir það hversu blindir þeir eru þarna fyrir vestan og gildi og viðmið samfélagsins eru svo brengluð að það nær ekki nokkurri átt. Svo hleypur allt samfélagið í kúk og sjónvarpsstöðvar fara að klippa út atriði í þáttum sem gæti hugsanlega minnt einhverja viðkvæma sál á geirvörtu!! Mér varð hugsað til þess hvað gerist í USA ef einhver umhyggjusöm móðir er gripin glóðvolg við að gefa barninu sínu móðurmjólkina, er hún litin hornauga, áminnt, handtekin, útskúfuð, bannfærð, grýtt eða hengd? Svo voru bæði Bush og Kerry að gefa það út að þeir væru algerlega andvígir því að samkynhneigðir gengju í hjónaband og Bush sagði að hann væri tilbúinn til þess að breyta stjórnarskránni til þess að koma í veg fyrir það!.. Þetta er sjúkt þjóðfélag og ég ætla að fara þangað sjálfur eftir tvær vikur og segja þeim til syndanna, þjóðin hlýtur að hlusta á mig, er þaggi?
Svo gerði ég svona kort til að sjá betur hvert ég á eftir að fara í heiminum
create your own visited country map
Annars er ég bara að vinna í kvöld og e-ð fram á nótt. Svo er þorrablót á morgun sem verður gaman :)
góða helgi
5.2.04
Samfésball mínus Mínus
Undanfarnar vikur hefur birst í fjölmiðlum ímynd af hljómsveitinni Mínus sem samræmist ekki hugsjónum Samfés og reyndar alls æskulýðsstarfs í landinu. Ímyndin byggir á því að hljómsveitarmeðlimir lifi "rokkstjörnulífi" með tilheyrandi sukki og dópi. Þessi ímynd er til staðar hvort sem hljómsveitin sjálf hefur ýtt undir hana eður ey.
Samfés reyndi ítrekað að fá einhverja yfirlýsingu frá sveitinni til þess að hrekja þessi greinaskrif og umfjöllunina sem hafði átt sér stað. Þrátt fyrir mikil og tíð samskipti við forsprakka sveitarinnar kom allt fyrir ekki, þeir vildu einfaldlega ekki hrekja þessar sögur. Kannski er það vegna þess að þeta sé ímynd sem þeir vilja vera með, þarf ekki að vera sönn, en þrátt fyrir allt er allt umtal gott umtal er það ekki?
Það er alger misskilningur að Samfés sé að leggja þessa hljómsveit eða tónlistarstefnu í einelti. Þeir tala um að við "sem köllum okkur forsprakka æskulýðsstarfs" viljum hugsa fyrir fólkið og sýna þeim aðeins þær fyrirmyndir sem við veljum. Þetta er náttúrulega alrangt. Samfés hefur lent í svipuðum málum áður og bæði með rokksveitir, rappsveitir og rótgrónar poppsveitir em eru fyrirmyndir sem Mínusmenn kalla "fyrirmyndir sem fyrst og fremst snúast um sterilar týpur, græðgi og peningadýrkun"
Samfés bað hljómsveitina aldrei um að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir hefðu aldrei neytt ólöglegra fíkniefna. Sannleikurinn er sá að þegar komið var á síðasta snúning að segja af eða á við hljómsveitina og ekkert var komið frá þeim til að hrekja umjöllunina eins og við vildum og var nauðsynlegt, þá sendi framkvæmdastjóri Samfés umboðsmanni Mínus lítil skilaboð sem voru svona:
" Sæll ****
Við ræddum þetta aðeins betur eftir að þú fórst og vorum sammála um að halda Mínus inni ef við megum nota tilvitnum frá hljómsveitarmeðlimum í tilkynningu sem myndi fara frá Samfés.
“Hljómsveitarmeðlimir Mínusar bera af sér þann fréttaflutning sem hefur átt sér stað að undanförnu í dagblöðum, þ.e. umræðan um notkun eiturlyfja er ekki byggð á staðreyndum og er orðum aukin. Hljómsveitarmeðlimir Mínusar nota ekki ólögleg vímuefni og hvetja ekki til notkunar á þeim”
Ef þið fallist á innihaldið en hafið athugasemdir við orðalagið þá væri fínt að fá leiðréttingu til baka sem við getum notað.
Ef þið samþykkið þessa leið þá getum við útskýrt okkar mál ogstaðið við þá ákvörðun að hafa ykkur inn í dagskránni á Samfésballinu."
Þetta var bréfið, svar hljómsveitarinnar var þetta:
“Hljómsveitin Mínus mun ekki koma fram undir áhrifum á samfésar balli 27 feb. nk og hefur aldrei hvatt til neyslu fíkniefna. “
Að mati stjórnarinnar nægði þetta ekki til að hrekja þessa ímynd hljómsveitarinnar sem birst hafði í fjölmiðlum. Því var sveitin afbókuð.
Athyglivert er að sjá hversu fljótt þeir sendu frá sér tilkynningu í blöðin þá og voru ekki að spara stóru orðin. "Endurvakning Hitleræskunnar" var orðaðlag sem þeir notuðu og fannst mér þá nóg boðið. Þessir ágætu drengi eru búnir að draga umræðuna niður á hundleiðinlegt og lágt plan með skítkasti og með því að fara með rangt mál. Svo eru pennar hér og þar í bænum sem grípa þetta á lofti og bæta jafnvel við vitleysuna ÁN ÞESS AÐ KANNA RÉTTMÆTI þessarar yfirlýsingarinnar frá hljómsveitinni, dæmi um slíkt má sjá t.d. á mp3.is
Ég vill svo taka fram til að koma í veg fyrir allan misskilning að þessar nokkru línur að ofan lýsa minni skoðun og er ekki formleg yfirlýsing frá stjórn Samfés. Samfés mun senda frá sér tilkynningu seinna í dag þar sem farið verður yfir þetta mál. Hér er hægt að sjá tilkynninguna frá Samfés
Undanfarnar vikur hefur birst í fjölmiðlum ímynd af hljómsveitinni Mínus sem samræmist ekki hugsjónum Samfés og reyndar alls æskulýðsstarfs í landinu. Ímyndin byggir á því að hljómsveitarmeðlimir lifi "rokkstjörnulífi" með tilheyrandi sukki og dópi. Þessi ímynd er til staðar hvort sem hljómsveitin sjálf hefur ýtt undir hana eður ey.
Samfés reyndi ítrekað að fá einhverja yfirlýsingu frá sveitinni til þess að hrekja þessi greinaskrif og umfjöllunina sem hafði átt sér stað. Þrátt fyrir mikil og tíð samskipti við forsprakka sveitarinnar kom allt fyrir ekki, þeir vildu einfaldlega ekki hrekja þessar sögur. Kannski er það vegna þess að þeta sé ímynd sem þeir vilja vera með, þarf ekki að vera sönn, en þrátt fyrir allt er allt umtal gott umtal er það ekki?
Það er alger misskilningur að Samfés sé að leggja þessa hljómsveit eða tónlistarstefnu í einelti. Þeir tala um að við "sem köllum okkur forsprakka æskulýðsstarfs" viljum hugsa fyrir fólkið og sýna þeim aðeins þær fyrirmyndir sem við veljum. Þetta er náttúrulega alrangt. Samfés hefur lent í svipuðum málum áður og bæði með rokksveitir, rappsveitir og rótgrónar poppsveitir em eru fyrirmyndir sem Mínusmenn kalla "fyrirmyndir sem fyrst og fremst snúast um sterilar týpur, græðgi og peningadýrkun"
Samfés bað hljómsveitina aldrei um að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir hefðu aldrei neytt ólöglegra fíkniefna. Sannleikurinn er sá að þegar komið var á síðasta snúning að segja af eða á við hljómsveitina og ekkert var komið frá þeim til að hrekja umjöllunina eins og við vildum og var nauðsynlegt, þá sendi framkvæmdastjóri Samfés umboðsmanni Mínus lítil skilaboð sem voru svona:
" Sæll ****
Við ræddum þetta aðeins betur eftir að þú fórst og vorum sammála um að halda Mínus inni ef við megum nota tilvitnum frá hljómsveitarmeðlimum í tilkynningu sem myndi fara frá Samfés.
“Hljómsveitarmeðlimir Mínusar bera af sér þann fréttaflutning sem hefur átt sér stað að undanförnu í dagblöðum, þ.e. umræðan um notkun eiturlyfja er ekki byggð á staðreyndum og er orðum aukin. Hljómsveitarmeðlimir Mínusar nota ekki ólögleg vímuefni og hvetja ekki til notkunar á þeim”
Ef þið fallist á innihaldið en hafið athugasemdir við orðalagið þá væri fínt að fá leiðréttingu til baka sem við getum notað.
Ef þið samþykkið þessa leið þá getum við útskýrt okkar mál ogstaðið við þá ákvörðun að hafa ykkur inn í dagskránni á Samfésballinu."
Þetta var bréfið, svar hljómsveitarinnar var þetta:
“Hljómsveitin Mínus mun ekki koma fram undir áhrifum á samfésar balli 27 feb. nk og hefur aldrei hvatt til neyslu fíkniefna. “
Að mati stjórnarinnar nægði þetta ekki til að hrekja þessa ímynd hljómsveitarinnar sem birst hafði í fjölmiðlum. Því var sveitin afbókuð.
Athyglivert er að sjá hversu fljótt þeir sendu frá sér tilkynningu í blöðin þá og voru ekki að spara stóru orðin. "Endurvakning Hitleræskunnar" var orðaðlag sem þeir notuðu og fannst mér þá nóg boðið. Þessir ágætu drengi eru búnir að draga umræðuna niður á hundleiðinlegt og lágt plan með skítkasti og með því að fara með rangt mál. Svo eru pennar hér og þar í bænum sem grípa þetta á lofti og bæta jafnvel við vitleysuna ÁN ÞESS AÐ KANNA RÉTTMÆTI þessarar yfirlýsingarinnar frá hljómsveitinni, dæmi um slíkt má sjá t.d. á mp3.is
Ég vill svo taka fram til að koma í veg fyrir allan misskilning að þessar nokkru línur að ofan lýsa minni skoðun og er ekki formleg yfirlýsing frá stjórn Samfés. Samfés mun senda frá sér tilkynningu seinna í dag þar sem farið verður yfir þetta mál. Hér er hægt að sjá tilkynninguna frá Samfés
3.2.04
Að gefnu tilefni vil ég taka fram að Three Amigos er ekki einu sinni í sömu deild og Goonies! Three Amigos er snilld, var snilld og verður snilld. alltaf hægt að horfa á hana og hún er alltaf jafn fyndin, að mínu mati er hún eins og viskí, verður bara betri með aldrinum. Ekki það að ég drekki viskí, má skipta þessu út fyrir ost, ást,vín, vin og allt annað sem verður betra með aldrinum.
Verulega skrítinn draumur
Verð að reyna að skrifa niður þessa steypu sem mig dreymdi í nótt. Ég var sem sagt á leiðinni í afmæli hjá vini mínum sem hét Hemmi en var með andlitið hans Finns í Andansmönnum. Afmælið var haldið í Taipei sem var í rauninni Vogar á Vatnsleysuströnd. Þangað fór ég á hlaupahjóli! ég meira að segja stoppaði hjá afa mínum til að athuga hvort ég mætti gista eftir djammið. Svo fór ég að leita að klúbbnum sem afmælið átti að vera í en hann átti að vera við Tryggvagötu í Taipei! Þegar ég fann klúbbinn tóku á móti mér margir dyraverðir en einn þeirra, lítil ljóshærð stelpa, gekk á móti mér með málband og byrjaði að mæla mig. Hún mældi fyrst mittið og svo var hún heillengi að bisa við að mæla á mér ökklana. Þegar hún var búin að því sagði hún að ég kæmist ekki inn! Það væri nefnilega "Haltur Haltari" kvöld og þar sem ég væri alls ekkert haltur færi ég ekki inn í þetta sinn. Ég varð frekar fúll þar sem Hemmi átti nú afmæli og það væri löngu byrjað. Ég var búinn að rífast í smá tíma þegar ég sá að vinur minn hefði ekki heldur komist inn og sat á e-m hliðarbar þarna rétt hjá. ég fór til hans og óskaði honum til hamingju með daginn.
Eftir smá tíma fórum við til dyravarðarins og sögðumst bara fara með okkar lið til í annan klúbb þarna í bænum. Okkur var hleypt inn og við vorum leidd niður langan gang sem leiddi að lyftu. Þar skiptist draumurinn úr því að vera í fyrstu persónu og ég sá allt eins og með myndavél. þegar við vorum að fara niður í þessari glerlyftu varð lyftuverðinum starsýnt yfir klúbbinn og á allt sem var í gangi þar, pör út um allt að kyssast og dansa, ekkert klám bara stuð. Hann gapti bara og lét útúr sér þessa massa setningu "Djöfulsins Sódóma er þetta" eins og hann væri samt mjög stoltur af því. Ég sá yfir klúbbinn og fékk voðalega fín artífartí skot af öllum hæðunum,svona matrix stæl skot af fólki sem var að hittast, dansa, kyssast og daðra.
Á leiðinni niður sáum við stelpu í stiganum sem var í rauninni Reese Witherspoon sem var að ganga niður með kærastanum sínum. Hún vinkaði e-m strák sem var með okkur í lyftunni og kærastinn hennar varð brjálaður, hann setti upp leðurhanska og blótaði og ragnaði (ragnaði? er það rétt?) þegar við komum niður fórum við bara að dansa. Eftir smá stund lenti Reese Witherspoon og kærastinn hennar í e-u rifrildi og hann fór e-ð að rífa í hana. Þá kallaðir e-r á öryggisverðina og það komu svona 40 gaurar hlaupandi og stökkvandi yfir salinn. Stökkvandi YFIR salinn sko, eiginlega fljúgandi. Þeir réðust á rangan gæja og allir voru þeir með handjárn. Þeir fleygðu þeim út um allt og í smá stund voru handjárn fljúgandi í salnum með tilheyrandi látum.
Allt í einu sá ég mann sem horfði á lætin utanfrá og hló. Hann var með ógeðslega ljótar tennur og svo var hann með grátt "yfirvara"skegg sem var á hökunni! Hann var greinilega vondi kallinn því hann var með hendurnar svona í "hehe ég er illur og er að plotta eitthvað voða vont" stellingu. Hann sagði líka e-ð um að þeir hefðu tekið stjórnarmann úr klúbbnum fastan og hann hefði nú hæg tökin með að taka yfr stjórnina. Svo hló hann eins og vondir kallar hlægja.
Síðasta atriðið í þessum súra draumi var þegar verið var að færa fangann eitthvert yfir brú sem maraði rétt undir yfirborði vatnsins. Á meðan gengið var yfir brúna sagði einhver mér söguna um það hvenær og afhverju fyrsta brúin í Taipei var byggð. Hún var sem sagt byggð til að flytja kalkún til keisarans. Frekari útskýringar fékk ég ekki.
Þarna vaknaði ég og aldrei þessu vant var ég ekki með neitt lag á heilanum. Bara þennan sýrða draum. Vill e-r ráða í hann?
Verð að reyna að skrifa niður þessa steypu sem mig dreymdi í nótt. Ég var sem sagt á leiðinni í afmæli hjá vini mínum sem hét Hemmi en var með andlitið hans Finns í Andansmönnum. Afmælið var haldið í Taipei sem var í rauninni Vogar á Vatnsleysuströnd. Þangað fór ég á hlaupahjóli! ég meira að segja stoppaði hjá afa mínum til að athuga hvort ég mætti gista eftir djammið. Svo fór ég að leita að klúbbnum sem afmælið átti að vera í en hann átti að vera við Tryggvagötu í Taipei! Þegar ég fann klúbbinn tóku á móti mér margir dyraverðir en einn þeirra, lítil ljóshærð stelpa, gekk á móti mér með málband og byrjaði að mæla mig. Hún mældi fyrst mittið og svo var hún heillengi að bisa við að mæla á mér ökklana. Þegar hún var búin að því sagði hún að ég kæmist ekki inn! Það væri nefnilega "Haltur Haltari" kvöld og þar sem ég væri alls ekkert haltur færi ég ekki inn í þetta sinn. Ég varð frekar fúll þar sem Hemmi átti nú afmæli og það væri löngu byrjað. Ég var búinn að rífast í smá tíma þegar ég sá að vinur minn hefði ekki heldur komist inn og sat á e-m hliðarbar þarna rétt hjá. ég fór til hans og óskaði honum til hamingju með daginn.
Eftir smá tíma fórum við til dyravarðarins og sögðumst bara fara með okkar lið til í annan klúbb þarna í bænum. Okkur var hleypt inn og við vorum leidd niður langan gang sem leiddi að lyftu. Þar skiptist draumurinn úr því að vera í fyrstu persónu og ég sá allt eins og með myndavél. þegar við vorum að fara niður í þessari glerlyftu varð lyftuverðinum starsýnt yfir klúbbinn og á allt sem var í gangi þar, pör út um allt að kyssast og dansa, ekkert klám bara stuð. Hann gapti bara og lét útúr sér þessa massa setningu "Djöfulsins Sódóma er þetta" eins og hann væri samt mjög stoltur af því. Ég sá yfir klúbbinn og fékk voðalega fín artífartí skot af öllum hæðunum,svona matrix stæl skot af fólki sem var að hittast, dansa, kyssast og daðra.
Á leiðinni niður sáum við stelpu í stiganum sem var í rauninni Reese Witherspoon sem var að ganga niður með kærastanum sínum. Hún vinkaði e-m strák sem var með okkur í lyftunni og kærastinn hennar varð brjálaður, hann setti upp leðurhanska og blótaði og ragnaði (ragnaði? er það rétt?) þegar við komum niður fórum við bara að dansa. Eftir smá stund lenti Reese Witherspoon og kærastinn hennar í e-u rifrildi og hann fór e-ð að rífa í hana. Þá kallaðir e-r á öryggisverðina og það komu svona 40 gaurar hlaupandi og stökkvandi yfir salinn. Stökkvandi YFIR salinn sko, eiginlega fljúgandi. Þeir réðust á rangan gæja og allir voru þeir með handjárn. Þeir fleygðu þeim út um allt og í smá stund voru handjárn fljúgandi í salnum með tilheyrandi látum.
Allt í einu sá ég mann sem horfði á lætin utanfrá og hló. Hann var með ógeðslega ljótar tennur og svo var hann með grátt "yfirvara"skegg sem var á hökunni! Hann var greinilega vondi kallinn því hann var með hendurnar svona í "hehe ég er illur og er að plotta eitthvað voða vont" stellingu. Hann sagði líka e-ð um að þeir hefðu tekið stjórnarmann úr klúbbnum fastan og hann hefði nú hæg tökin með að taka yfr stjórnina. Svo hló hann eins og vondir kallar hlægja.
Síðasta atriðið í þessum súra draumi var þegar verið var að færa fangann eitthvert yfir brú sem maraði rétt undir yfirborði vatnsins. Á meðan gengið var yfir brúna sagði einhver mér söguna um það hvenær og afhverju fyrsta brúin í Taipei var byggð. Hún var sem sagt byggð til að flytja kalkún til keisarans. Frekari útskýringar fékk ég ekki.
Þarna vaknaði ég og aldrei þessu vant var ég ekki með neitt lag á heilanum. Bara þennan sýrða draum. Vill e-r ráða í hann?
2.2.04
Sumar myndir eru betri í minningunni. Var að enda við að horfa á stórmyndina Goonies sem að ég tók í einhverju nostalgíu stuði og til þess að kúpla mig úr lærdómsgírnum. Fyndið að sjá gaura eins og og Sean Astin (Sam í LOTR), kornungan og asnalegan vera að eltas við e-n sjóræningjafjársjóð, en samt eiginlega ekki nógu fyndið til að finnast þessi mynd ennþá góð. Sumar myndir eiga bara að vera í minningunni.
Helgin var skemmtileg. Á föstudagskvöldið fór ég og leyfði Gísla að vinna mig í snóker. Hann er kominn á fertugsaldurinn og það minnsta sem ég get gert er að leyfa honum að vinna nokkra leiki til að halda andlitinu. En aldur hans var einmitt tilefni gleðskaparins á laugardagskvöldið. Eftir snókerinn fór ég með litlu systur á snilldar samkomu á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Þar voru starfsmenn hússins að hald aDylan kvöld. Það var magnað. Þar sungu leikarar og annað starfsfólk eitt lag á mann eftir Dylaninn og gerðu það oft í skemmtilegum útgáfum og við undirleik þessarar líka ágætu hljómsveitar. Eins og ég sagði áður Þá var haldið svaka teiti á lau í sal í Borgartúni. Gísli vissi að það yrði nú einhver hittingur en annað vissi hann ekki. Sonja kærastan hans fór á kostum í að skipuleggja kvöldið og má segja að það hafi verið 3-4 manneskjur á fullu að vinna í þessu síðustu vikurnar. Stofnuð var hljómsveit, Gísli og textavarpið, í tilefni kvöldsins og stóð til að hún myndi troða upp með svona tíu lög þegar e-ð yrði liðið á kvöldið. Á fimmtudaginn slysaðist ég inn í bandið og það var bara gaman. Það sem var ekki eins gaman er að gítarleikarinn í bandinu þurfti að fara að spila í Hveragerði klukkan ellefu svo að ákveðið var að ég, maðurinn sem aldrei hefur snert rafmagnsgítar, skildi bara rokka með bandinu í staðinn. Þeir sem þekkja vita að það er ekki það sama að spila á rafmagnsgítar í góðu hljóðkerfi og að glamra á gamla kassann í útilegu. Ég verð að segja að ég hef nú heyrt betri tónlistarflutning heldur en þetta kvöld, en ég er ánægður með að við tókum af skarið og ég fór verulega út á teygjusvæðið með þessari vitleysu. Við tókum nokkur skemmtileg lög eins og til dæmis Hero, Lick it up, Tomorrow með Saybia, pönk útgáfu af Wicked Game og I am a man of constant sorrow. Sunnudagurinn er búinn að fara í lærdóm, frágang á salnum, pizzuát og dvd gláp.
Fáum íbúðina á morgun og ég er strax farinn að plana öll grillpartýin sem verða í garðinum um leið og þessi ókristilegi kuldi fattar að hann á ekkert að vera hér í Reykjavík heldur á Svalbarða.
Merkilegt hvað hægt er að skrifa mikið um ekki neitt merkilegt! Gæti haldið áfram en læt hér staðar numið.
Ó já, lagið í morgun: Black Magic Woman með Santana, og ekki einu sinni erindið eða viðlagið heldur bara gítarsólóið í byrjun lagsins. Maður er greinilega orðinn svona rosa mikill rafmagnsgítarheili :)
Helgin var skemmtileg. Á föstudagskvöldið fór ég og leyfði Gísla að vinna mig í snóker. Hann er kominn á fertugsaldurinn og það minnsta sem ég get gert er að leyfa honum að vinna nokkra leiki til að halda andlitinu. En aldur hans var einmitt tilefni gleðskaparins á laugardagskvöldið. Eftir snókerinn fór ég með litlu systur á snilldar samkomu á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Þar voru starfsmenn hússins að hald aDylan kvöld. Það var magnað. Þar sungu leikarar og annað starfsfólk eitt lag á mann eftir Dylaninn og gerðu það oft í skemmtilegum útgáfum og við undirleik þessarar líka ágætu hljómsveitar. Eins og ég sagði áður Þá var haldið svaka teiti á lau í sal í Borgartúni. Gísli vissi að það yrði nú einhver hittingur en annað vissi hann ekki. Sonja kærastan hans fór á kostum í að skipuleggja kvöldið og má segja að það hafi verið 3-4 manneskjur á fullu að vinna í þessu síðustu vikurnar. Stofnuð var hljómsveit, Gísli og textavarpið, í tilefni kvöldsins og stóð til að hún myndi troða upp með svona tíu lög þegar e-ð yrði liðið á kvöldið. Á fimmtudaginn slysaðist ég inn í bandið og það var bara gaman. Það sem var ekki eins gaman er að gítarleikarinn í bandinu þurfti að fara að spila í Hveragerði klukkan ellefu svo að ákveðið var að ég, maðurinn sem aldrei hefur snert rafmagnsgítar, skildi bara rokka með bandinu í staðinn. Þeir sem þekkja vita að það er ekki það sama að spila á rafmagnsgítar í góðu hljóðkerfi og að glamra á gamla kassann í útilegu. Ég verð að segja að ég hef nú heyrt betri tónlistarflutning heldur en þetta kvöld, en ég er ánægður með að við tókum af skarið og ég fór verulega út á teygjusvæðið með þessari vitleysu. Við tókum nokkur skemmtileg lög eins og til dæmis Hero, Lick it up, Tomorrow með Saybia, pönk útgáfu af Wicked Game og I am a man of constant sorrow. Sunnudagurinn er búinn að fara í lærdóm, frágang á salnum, pizzuát og dvd gláp.
Fáum íbúðina á morgun og ég er strax farinn að plana öll grillpartýin sem verða í garðinum um leið og þessi ókristilegi kuldi fattar að hann á ekkert að vera hér í Reykjavík heldur á Svalbarða.
Merkilegt hvað hægt er að skrifa mikið um ekki neitt merkilegt! Gæti haldið áfram en læt hér staðar numið.
Ó já, lagið í morgun: Black Magic Woman með Santana, og ekki einu sinni erindið eða viðlagið heldur bara gítarsólóið í byrjun lagsins. Maður er greinilega orðinn svona rosa mikill rafmagnsgítarheili :)