28.1.04

Búinn að ákveða að ég ætla að halda með Króatíu á EM eftir snilldarleikinn við Svíana í gær! Hvað er með Wislander og Staffan Olson! Ætla þeir ALDREI að hætta!?! Er annars að vinna í skemmtilegu verkefni í vinnunni, er að gera svona Þorraskaup fyrir Þorrablót borgarhlutans, það er gaman. Og nú er ég að gera alla vitlausa nema mig með því að blasta Kaizers Orchestra í græjunum á skrifstofunni :o)

Ég og Maggi fundum okkur hótel í New York, á skid og ingen ting. Það er bara fyrir hornið frá Times Square en bara lítið og ódýrt, við gerum nú kannski ekki neinar gífurlegar kröfur :o)

Vaknaði syngjandi lagið Mad world í flutningi Gary Jules eða e-ð svoleis, þetta er gamalt Tears for fears lag en er 100.000.000 sinnum flottara í þessari útgáfu, magnað lag!

adidas amigos

27.1.04

Er búinn að vera e-ð Hasíteraður í dag. fók sem ég tala við er vitlaust og skilur ekki neitt. Ég þarf að gera milljón hluti en hef engan tíma fyrir helminginn af þeim.

Þarf að fara til Brussel á fund 19. og 20. febrúar sem er glatað þar sem að ég þarf að ná vélinni til USA þann 21. klukkan 16:55. Ég þarf sum sé að fara út á miðvikudegi og vera alveg fram á laugardag og ég lendi ekki í Keflavík fyrr en klukkan 14:15!! Ég næ ekki einu sinni að fara í bæinn, verð að fá Magga til að taka töskurnar mínar og hitta hann á flugvellinum! Eins gott að það verði engin seinkun. Það þýðir að ég verð að heiman í tvær vikur! Og ég er meira að segja á Sauðárkróki mánudag og þriðjudag. Þetta verður hell! (Alveg þangað til að maður hittir Magga og við fljúgum til Baltimore ;) )

Ég verð að lýsa yfir ánægju minni yfir því að The Office skuli hafa tekið Gullna hnöttinn fyrir besta gamanþáttinn og snillingurinn Ricky Gervais fyrir besta leikarann. Þvílík snilld þessir þættir! Horfi á þetta reglulega og hlæ alltaf eins og fáviti, þó ég sé einn, sem er skrítið.

Útvarp Umferðaráð er það leiðinlegasta efni sem nokkurntíma hefur verið sent í loftið, hvað í djöflinum á það að koma mér við að það sé verið að gera við brúnna yfir Köldukvísl eða að það sé skafrenningur í Bröttubrekku! Og svo er það alltaf sama: "Já og svo þarf nú endilega að minna fók á að spenna beltin, kveikja ljósin og sýna tillitsemi"!!! AUÐVITAÐ!! þarf ekki að heyra frá e-m starfsmanni hjá umferðarráði í 10 mínútur þrisvar á dag til þess að segja mér þetta.

Svana þykist eiga inni verðlaun fyrir að vera líka nr 400 inn á síðuna. Trúi því nú tæpast, verðlaunin bíða eftir þér ef þú hefur tekið screenshot af afrekinu ;o)

Með hverjum á maður svo að halda í EM nú þegar strákarnir ykkar eru farnir heim? Ég er að spá í Króatíu eða Danmörku, En þið?

Svo er bara múving dei æstu helgi! E-r hress og til í að bera húsgögn?

PS. VAknaði ekki með neitt lag eða söng í huga í morgun þar sem ég svaf ekki rassgat í nótt!

25.1.04

Þetta var stutt keppni hjá strákunum okkar, ég náði ekki að gleðjast yfir einum einasta leik og sé ekki alveg afhverju ég var að horfa á þetta, þetta var eins og að horfa á áramótaskaupið aftur og aftur! Það fékk enginn verðlaun enda ekki nokkur maður sem spáir svona slöku gengi. Ef að Svana verður númer 400 líka, þá fær hún heimalagaða hálsfesti gerða af yours truly úr fatahreinsunarherðatré og hnéplástrum.

Ég var að vinna á söngkeppni Samfés í gær og það er geðveiki. 4000 unglingar að horfa á 64 atriði í heilan dag í höllinni. Já, 64 atriði og þar af voru sirka 40 hræðileg, þetta er hætt að vera fyndið eftir sjötta Celine Dion lagið! En það var immitt eitt svoleiðis sem vann. Það merkilegasta við þetta var að Kalli Bjarni kom og söng og það varð allt craaazzzyyy!! ég er að tala um þvílíka píkuskræki að ég hef aldrei upplifað annað eins. Hann var flottur og tók Beutiful day og Mustang Sally.

Eftir að hafa komið öllum unglingunum aftur í Vesturbæinn svo að þau gætu farið að detta íða, fór ég í afmæli til Lindu sem var mjög gaman. Ég ákvað að vera bara hressi edrú gaurinn og það var mjög gaman. fórum á Leikhúskjallarann þar sem Gullfoss og Geysir voru að spila, sem er ávísun á gleði :) Þegar við komum inn voru þeir að spila Bubbleflies og Palli Banani var uppá sviði að mæma :) frekar sjúskaður en örugglega að rifja upp gamla takta frá félagsmiðstöðvaböllum í den.

Ég vaknaði með skemmtilegt lag á heilanum sem að Ottó Tynes syngur alltaf í partýum og ég held að það heiti Hverjir Voru Hvar. Textinn er snilld! Soldið augljóst afhverju ég vaknaði með það en ég heyrði það immitt í partýinu í gær svo að það er nú ekkert meira á bakvið það held ég.

Getur einhver sagt mér hvar er best að geyma myndir á netinu? Mig vantar e-ð pláss fyrir nokkrar myndir.

Svo er ég að spá í að selja tölvuna mína ef að einhver hefur áhuga. Hún er glæný og kostar 175.900,- á tilboði út í búð í dag en ég ætla selja mína á 130.000,- eins og hálfs árs ábyrgð og allt. Látið mig vita ef e-r er áhugasamur, þetta er mjög góð græja. HP Compaq nx 9000

Vona að þið hafið átt góða helgi, ég er farinn

23.1.04

Þvílík leiðindi þessi leikur í gær! Ég verð reyndar að viðurkenna að ég var feginn að þetta kláraðist um miðjan seinni hálfleik því að ég meika ekki handboltaleiki sem eru tvísýnir fram á síðustu mínútu. Ég verð einfaldlega smo fáránlega spenntur að mér líður bara illa. Ég vil bara að Ísland hafi svona 5-6 marka forustu þegar 7 mínútur eru eftir! Hvernig í anskotanum fer Patrekur að því að vera í þessu liði!!?? Hann getur ekki neitt og er endalaust að klúðra! Snorri var góður og kemur mjög sterkur inn. Dagur var slakur,því miður því ég fíla hann. Ég myndi líka ekki leggja í að vera laminn í klukkutíma eins og Óli var en náði samt að skora 5-6 mörk, en sendingarnar hans eru náttúrulega snilld! Hann getur bara ekki sent venjulega, hann er alltaf með e-ð sirkus í gangi. Vonandi gengur þetta vel í kvöld, annars er þetta búið! Lovísa var næstum því með rétta spá nema fyrir þær sakir að hún spáði sigri Íslands, hún spáði 33-28 en leikurinn fór 28-34. Þannig að það verða engin verðleun fyrir það.

Ungverjarnir eru mjög sterkir og rústuðu Tékkunum og þetta verður mjög erfitt í kvöld. Mín spá fyrir kvöldið er 32 - 32 og ég þið sendið spár í Commentin, verðlaunin eru tvöföld!

Annars fórum við Gísli að horfa á leikinn á Felix og fórum svo í snóker á Hverfisgötu sem var snilld nema það að Gísli vann mig oftast. við ætluðum svo heim klukkan 22:30 og fórum út á stoppistöð en föttuðum að við áttum ekki pening í strætó svo að við fórum á Ölstofuna og enduðum á þessu líka fína fimmtudagsdjammi með partýi og öllu.

Lagið sem ég vaknaði með í morgun var leiðinlegt: Hvar er húfan mín úr Kardemommubænum! þetta er náttla rugl.

þetta var frekar glatað blogg en mér er alveg sama, ÞIÐ þurftuð að lesa þetta!

over og út

22.1.04

Ég var alveg massa duglegur í morgun, vaknaði eldsnemma, fór í ræktina g náði að púla í klukkutíma fyrir vinnu! bara ef maður væri svona duglegur á hverjum morgni. Það var nú reyndar frekar nauðsyn heldur en vilji sem að ég fór á fætur svona snemma, Lovísa var að koma með bílinn svo að ég geti gengið frá sölunni í dag og hún er alltíeinu tekin uppá því að vakna hress um klukkan sjö á morgnana! Annars heyrði ég í úbartinu í morgun að íbúðaverð væri á leiðinni niður skv vinnuveitendum Þóru í KB banka, held að höllinn á Klapparstígnum ætti nú bara að fara á markaðinn sem fyrst þá.

Svo er leikurinn í dag!!!! Ísland - Slóvenía. Ég er búinn að vera sjónvarpslaus síðan fyrir jól svo að ég verð að troða mér einhversstaðar að horfa á hann. Ég hef nú verið frægur fyrir að spá bandvitlaust í svona leiki en ég held nú bara samt áfram að reyna. Mín spá fyrir þennan leik er Ísland 26 - Slóvenía 23 Komiði nú með spár, það eru vegleg verðlaun í boði.

Lagið í morgun: Something beautiful með Robbie, flott lag og Robbie er náttúrulega nettur, þéttur og speeeegilsléttur tappi.

21.1.04

Eins og unglingar eru nú oft skemmtilegir að vinna með geta þeir líka verið f**** hræðilegur þjóðflokkur. Ég sem sagt vinn með unglingum eins og flestir vita en er um það bil að fara að segja það gott held ég. Sumir einstaklingar eru svo ógeðslega leiðinlegir að það nær ekki nokkurri átt, engin virðing fyrir hlutum og fólki í kringum sig og ég segi nú bara greyin við þessa einstaklinga þegar þeir fatta eftir svona 5-10 ár hversu miklar djö*** gelgjur þeir voru. Hana nú, varð bara að koma þessu frá mér, ég er nefnilega ekki sá auðveldasti að umgangast ef að þú pirrar mig inn að beini, á soldið erfitt með að leyna því...

Að öllu léttari málum, bíllinn er seldur og það er vel. Seldi hann reyndar á útsöluverði en hann helst innan fjölskyldunnar sem er líka vel. Ég var líka að stela mér Friends númer 9 og 10 af netinu og það getur ekki annað verið heldur en að það bjargi skapinu í kvöld :) og það er lang.... vel... ? ...ast, eða þannig.

Ég er líka geðveikt að plotta þessa dagana með vinnu fyrir mig í framtíðinni, eða næstu eitt tvö árin allavega. Ef að það gengur upp þá verð ég að vinna í mjööög spennandi vinnu sem ég fíla í ræmur, djö hlakka ég til að sjá hvernig þetta gengur. Vegna eðli málsins get ég ekki sagt meira (helvíti er þetta dularfullt eitthvað) en ég á sko ekki eftir að geta þagað yfir þessu ef að þetta kemst í gegn.

Anskoti er ég búinn að blóta mikið í þessu bloggi, ég bið viðkvæmar sálir afsökunnar.

Bæ ðe vei Lagið sem ég vaknaði með í morgun: Lukku Láki... bara fyrst línurnar... "eftir gresjunni kemur maður/ríðandi hesti á/Arizona er staður....

20.1.04

Vill einhver elska sjö ára gamlan bíl?

Er í þvílíkum sálfræðikappleik við konu í Vesturbænum sem var að skoða Micruna í gær, henni leist vel á, sem er náttla ekki furða því að þetta er massa bíll, sérstaklega þegar búið er að taka til í honum og bóna og svona. En hún fann e-n annan yngri í Grindavík og er að fara skoða hann (ætli Kalli Bjaddni sé að fá sér jeppa?) svo að ég varð bara að vera harður en samt almennilegur og bauð henni að borga 370þ í cash og ég þyrfti að fá svar fyrir kvöldið, annars væri þetta off. Og nú er ég soldið stressaður að ég nái ekki að selja hann!

Almenn Flottheit tóku annars góða æfingu í gær og erum að fara að bóka okkur einhversstaðar á næstu vikum. Eru búnir að bæta helling við prógrammið og Davíðsstjarnan er farin að glamra á píanó á milli tamborínusólóa, kemur flott út! Meðal nýrra laga eru She´s gone með Steel heart, We built this city með Starship, Feeling Oblivion me Turin Brakes og mörg fleiri.

Lagið sem ég vaknaði með á heilanum í morgun: Money Money (veit ekkert hvernig það er eða með hverjum en það er eitthvernveginn svon: mónei mónei, mónei mónei, yeah YEAH yeah YEAH aaa,aaa, a a a a mónei mónei... það kannast allir við þetta, þetter svona eitís eitthvað.

Jæja, best að fara að vinna eitthvað...

mónei mónei

19.1.04

Ég þarf að fara að láta tékka á heilanum á mér því að hann er augljóslega í fullri vinnu á nóttunni í að finna einhver lög eða lagabúta til að láta mig vakna með um morguninn. Á hverjum morgni er nýtt lag og það er ekki djók. Stundum koma lög sem ég hef ekki heyrt í fleiri ár! Núna í morgun var það reggíslagarinn Buffalo Soldier með Adidashasshausnum Bob Marley. Ég er að spá í að skrá héðan í frá niður þessi lög og athuga hvort heilalingurinn minn er að reyna að segja mér eitthvað með svona geðveikt langsóttri reglu sem að gaurar eins og Grissom í CSI fattar med det samme "Hmm.. Based on the choice of victims, I think he's using the victims left ears for making a handbag because his mother wouldn't give him cocopuffs unless it was saturday"

Ég og Maggi ætlum að skella okkur á NBA leik í Philly. Gunni Palli ætlar að kaupa miðann í dag og þetta mun vera leikur seventysixers og pistions. Maður er nú ekki búinn að fylgjast með NBA síðan fyrir svona 8-10 árum þegar maður var að safna myndum og vissi hvað ALLIR leikmenn hétu, hversu stórir þeir væru og hvað þeir sendu margar stoðsendingar að meðaltali í leik. Þetta er nú meira spurning um stemmninguna bara.

Liverpool er ennþá að skíta á sig... ég sem hélt að þetta væri komið í gírinn aftur eftir jólin. Þetta er nú samt ekki búið, Charlton á eftir að lenda í ruglinu og Poolararnir hljóta að fara að losa sig við Húllíerinn, hann er bara ekki að dansa, ó nei.


18.1.04

Jæja, enn ein helgin að lokum komin. Ég er búinn að vera í u.þ.b. þrjá tíma núna að reyna að finna útúr þessu bloggsíðudæmi og ég er að verða flinkari í þessu. Talaði við meistara Höskuld til Chicago áðan, hann var að slasa sig í Rakketball! og ekki mjög næs meiðsli, ef að svo má að orði komast, hann steig svo fast á tánna á sjálfum sér að hún fór úr lið! þvílíkur bömmer, en ég lofaði honum nú að koma og kyssa á bágtið innan tíðar.

Við Vesturfarar Magnús og ég föttuðum alltíeinu hversu vitlaust það væri að fljúga út á mánudegi þegar maður er hvort sem er búinn að fá frí alla vikuna í vinnunni. Auðvitað förum við út á laugardeigi, maður hefur ekkert að gera hér yfir helgina, það er bara vitleysa. Annars erum við báðir búnir að kaupa miðann!! Rándýrt helvíti reyndar því að það er náttla ekkert annað hægt en að verzla við Hundleiðir þegar á að fara Vestur um haf! En þetta verður þess virði.

Ég og Gísli fórum og tókum þátt í Pubquiz á Grandrokk á föstudaginn í fyrsta skiptið. Annað eins flopp hefur nú varla sést í langan tíma, við gjörsamlega skitum á okkur og gátum ekki rambað á nema 6 rétt svör af 30!! Ég þarf virkilega að fara að athuga sjálfsmyndina mína í spurningaleikjum eftir þessa frammistöðu og árangurinn í Trivial hjá Magga og Þóru um jólin. Ég veit anskotann ekki neitt! En hver veit svosum hver var fyrsta konan sem fór í Fallhlífastökk á Íslandi eða hvað latneska heitið yfir Hreindýr er? Það er ekki fyrir nokkurn mann að vita svona lagað. Sá sem vann var aðeins með 16 stig og var sá eini af troðfullu húsi sem fór yfir 15 stigin sem þarf til að vinna.

Nenni ekki að skrifa meira, verð að fara að hífa upp um mig brækurnar og fara að læra.

Lagið sem ég vaknaði með á heilanum í morgun: "Joy to the world"

16.1.04

Afhverju er svona erfitt að komast aftur til tunglsins ef að það á að hafa verið gert '69? G.W.Runni var að tjá sig um þetta á cnn og segir að "við ættum að geta komið e-m þangað fyrir 2020"... Halló! Ef að það var til tækni fyrir 35 árum til þessa, hlýtur að vera hægt að redda þessu í dag! Þetta ýtir bara undir allar þessar samsæriskenningar um að það hafi aldrei neinn verið á tunglinu, lenti í umræðum um þetta í partýi um daginn og ég varð bara nokkuð efins skal ég segja ykkur.

Svo er Ædolið á morgun, er að reyna að finna mér stað til þess að glápa á þetta. Verður maður ekki að vera með? Ég og Gísli erum reyndar að fara á Grand Rokk í Pubquiz eftir vinnu á morun, það gæti verið gaman þó að ég geri mér nú ekki miklar vonir um að ganga í burtu með verðlaun. Ekki það að við séum ekki bráðgáfaðir og snjallir ungir menn heldur skilst mér að þarna mæti bara einhverjir Gettu Betur gaurar og rústi þessu þegar þá vantar öl.

Vonandi eigum við öll góða helgi....

ses

13.1.04

Magnaður fagnaður! Nú virðist allt vera að smella saman með þessa Bandaríkjaferð hjá mér og félaga Max. Við erum báðir búnir að fá frí í vinnu/skóla og fjármálin eru að komast á hreint, þetta verður gaman maður, fljúgum til Baltimore mánudaginn 23. febrúar og förum þá strax til Gunna Palla í Philadelphia og verðum hjá honum í tvo til þrjá daga. Förum allavega í einn dag til New York og jafnvel kíkjum á djammið þar. Það hljómar nebbla svo vel að segja frá því seinna... "já ég man nú eftir því þegar ég og Maggi félagi minn vorum á djamminu í New York að..." kúl. Svo er ferðinni heitið á miðvikudagskvöld eða á fimmtudag til Chicago þar sem að við hittum Höska, förum á leiksýningu hjá honum um kvöldið og svo bara chill í DeCalb og Chicago. Jafnvel að maður kíki á Þorrablót Íslendinga á laugardagskvöldið, maður veit aldrei. Ég hlakka gríðarlega til, langt síðan maður fór e-ð út bara fyrir funnið, engin vinna, engir fundir, enginn skóli. Jæja, ég verð nú víst að vinna þangað til, adios.

11.1.04

Þetta Sverris Tattú mál er á margra vörum þessa dagana eftir að 70% netnotenda á Íslandi fengu senda sögu af 14 ára stelpu sem var á djamminu öll jólin í e-m klúbbi tottandi gamla kalla fyrir spítt. Í greininni var Sverrir nefndur og beinlínis ásakaður og nú ætlar hann að kæra og ég veit ekki hvað.

Herra Tattú svaraði svo fyrir sig í Fréttablaðinu þar sem hann spilaði sig eins og ósköð venjulegan fjölskyldumann í Hafnarfirði með dökka fortíð þó. Og það sem allir tóku eftir var að hann er 43 ára og á son sem er 20 en konan hans er 18!! hvað er það? Það þarf líka ekki að segja mér að ef að þau eru svona voða happý í Hafnó að þau séu nýbyrjuð saman! Þau eru annaðhvort über fljót í pakkann eða að hann hefur byrjað með ólögráða stúlkugreyi. Ég fékk hroll þegar ég hugsaði til þess að foreldrar stelpunnar væru að lesa þetta í blaðinu án þess að ég þekki þá nokkurn skapaðan hlut. Það hlýtur bara að stinga að sjá litlu stelpuna sína í sambandi með dæmdum morðingja sem er tvisvar og hálfu sinnum eldri en hún.

En það sem ég held að eigi eftir að koma í ljós er að sonurinn er sauðurinn. Hann býr í klúbbnum og hann hlýtur að vera sá sem hélt þessi ógeðispartý um hátíðarnar, þarf ekkert að vera að Pabbin hafi vitað e-ð um málið. Það mætti kanna það nánar!


Brilljant! Var að fá upphringingu (akkuru upp-hringingu?) frá fólkinu sem ætlar að leigja okkur systkynunum íbúð á Hringbraut frá 1. feb. Þetta er bril íbúð á 3 hæðum og með garði og allt, stutt að ganga í vinnu og svona. Ég verð með kjallarann þar sem ég hef pláss fyrir sófasett og sjónvarp og svoleiðis græjur og svo lítið herbergi innaf því fyrir beddann. Já og svo fylgir líka Píanó! hversu mikil snild er það!?

Annars fór ég í smá teiti í gær hjá Þóru Möggu þar sem við vorum bara sex að spila Mr & Ms, sem er snilldar spil, drógum í lið og ég lenti með Lindu í liði sem ég þekki takmarkað en það er ótrúlegt hvað maður þó veit :) Reyndum að breyta þessu í drykkjuleik en það einhvernvegin fór lítið fyrir því. Fór svo í bæinn og kíkti á Kaffibarinn sem var stappaður as olveis. Hitti ég þar gamlan vin, hann Hlyn, sem var vel. Ég hef ekki hitta hann í allavega tvö ár en við' náðum nú ekki mikið að spjalla, þó e-ð.

Svo fæ ég að vita á morgun hvort að ég fái frí til að fara til USA í febrúar, spennó.

farinn að gera ekki neitt...þ

9.1.04

Jæja nú ætla ég að reyna þetta blogg dæmi. veit ekki hvort að ég verði e-ð duglegur í framtíðinni, en þetta liggur svo beint við að gera þetta núna þegar ég á að vera að hlusta á kennarann í Uppeldisvísindum.

læt nú engan vita af þessari síðu fyrr en ég er búinn að mastera þetta.

síjú

This page is powered by Blogger. Isn't yours?